Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.
Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.
Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.
Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).
Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.
Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.
Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.
Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.
Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).
Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.