fbpx

Dásemdar Daimís með möndlumarengsbotni

Tertan er með stökkum möndlumarengs sem gerir hana enn hátíðlegri.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Möndlumarengs
 3 eggjahvítur (rauðurnar geymdar)
 150 g sykur
 150 g möndlur
 1 msk smjör
Daimís
 3 eggjarauður
 100 g sykur
 3 dl rjómi
 120 g Daim

Leiðbeiningar

1

Gerið möndlumarengs. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru að verða stífar og bætið þá sykri saman við, smátt og smátt í einu. Hrærið þar til botninn er orðinn vel stífur og lekur ekki af hrærivélinni þó henni sé lyft upp.

2

Hakkið möndlurnar í matvinnsluvél þar til þær eru næstum komnar með hveitilíka áferð. Blandið saman við marengsinn.

3

Setjið í 24 cm form með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 30 mínútur. Takið úr ofninum og kælið.

4

Gerið því næst ísinn og hrærið eggjarauðurnar og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós.

5

Þeytið rjómann blandið varlega saman við eggjablönduna.

6

Saxið Daim gróflega eða notið einfaldlega litlu Daimkúlurnar og blandið saman við ísinn.

7

Setjið ísinn ofan á marengsbotninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 4 klukkustundir.

8

Takið ísinn út og leyfið að standa í 10-15 mínútur áður en hans er notið.

Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

Möndlumarengs
 3 eggjahvítur (rauðurnar geymdar)
 150 g sykur
 150 g möndlur
 1 msk smjör
Daimís
 3 eggjarauður
 100 g sykur
 3 dl rjómi
 120 g Daim

Leiðbeiningar

1

Gerið möndlumarengs. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru að verða stífar og bætið þá sykri saman við, smátt og smátt í einu. Hrærið þar til botninn er orðinn vel stífur og lekur ekki af hrærivélinni þó henni sé lyft upp.

2

Hakkið möndlurnar í matvinnsluvél þar til þær eru næstum komnar með hveitilíka áferð. Blandið saman við marengsinn.

3

Setjið í 24 cm form með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 30 mínútur. Takið úr ofninum og kælið.

4

Gerið því næst ísinn og hrærið eggjarauðurnar og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós.

5

Þeytið rjómann blandið varlega saman við eggjablönduna.

6

Saxið Daim gróflega eða notið einfaldlega litlu Daimkúlurnar og blandið saman við ísinn.

7

Setjið ísinn ofan á marengsbotninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 4 klukkustundir.

8

Takið ísinn út og leyfið að standa í 10-15 mínútur áður en hans er notið.

Dásemdar Daimís með möndlumarengsbotni

Aðrar spennandi uppskriftir