Dásamlegt eplapie með hafrakrönsi

Eplapie eru alltaf klassískur eftirréttur og hentar líka mjög vel í saumaklúbba og afmæli. Þessi útgáfa er alveg sérlega góð og djúsí.

 6 stór græn epli
 1 msk sítrónusafi
 1/4 bolli púðursykur
 3/4 bolli sykur
 1/4 bolli hveiti
 2 tsk kanill
Stökkur hafratoppur
 1 1/2 bolli grófir hafrar frá Rapunzel
 1/2 bolli hveiti
 1/2 bolli púðursykur
 1/2 bolli sykur
 120g kalt smjör í litlum bitum
 2 tsk kanill

1

Afhýðið eplin og skerið í sneiðar og setjið í stóra skál. Setjið sítrónusafann yfir og hrærið upp í eplunum.

2

Setjið þurrefnin saman í skál og dreifið yfir eplin. Hrærið saman þar til öll eplin eru þakin blöndunni.

3

Takið til eldfast mót og setjið eplin í mótið og dreifið hafrablöndunni yfir.

4

Bakið í 35 mín við 180°C. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Stökkur hafratoppur
5

Setjið allt saman í skál og myljið smjörið saman við þurrefnin. Tekur smá tíma en þetta vinnst saman á endanum.