Dásamlega bragðgóð mánudagsbleikja

Einfaldara getur það ekki orðið. Hollt og bragðgott og létt.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 4 stk bleikjuflök
 50 gr panko rasp (má líka nota bara brauð sem búið er að mala í blandara)
 1 msk ferskur graslaukur
 Börkur af ferskri sítrónu
 1 askja af Philadelphia með hvítlauk og kryddjurtum
 Salt og pipar
 Meðlæti, sætar Aviko franskar og venjulegar
 Ferskt salat að eigin vali

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 180 C°

2

Byrjið svo á að setja franskarnar inn í ofn meðan bleikjan og salat er útbúið því þær þurfa lengri tíma

3

Takið næst bleikjuflökin og saltið þau og piprið

4

Smyrjið vel af Philadelphia ostinum yfir flökin helst í þykku lagi

5

Blandið næst panko raspi eða brauðmylsnu, graslauk og sítrónuberki saman í skál og hrærið vel í

6

Stráið yfir Philadelphia ostinn á bleikjuflökunum og setjið í ofn í eins og 20 mín

7

Berið svo fram með salatinu og frönskunum


Uppskrift frá Maríu á Paz.is
MatreiðslaInniheldur
SharePostSave

Hráefni

 4 stk bleikjuflök
 50 gr panko rasp (má líka nota bara brauð sem búið er að mala í blandara)
 1 msk ferskur graslaukur
 Börkur af ferskri sítrónu
 1 askja af Philadelphia með hvítlauk og kryddjurtum
 Salt og pipar
 Meðlæti, sætar Aviko franskar og venjulegar
 Ferskt salat að eigin vali
Dásamlega bragðgóð mánudagsbleikja

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Krispí túnfiskskálFljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka…