fbpx

Dásamleg mokkakaka með þeyttri núggatmús

Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum. Ég mæli líka með að prófa að setja deigið í möffinsform og gera bollakökur!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Mokkakaka
 1 bolli hveiti
 1 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 msk kakó
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 ½ bolli Oatly tyrknesk jógúrt
 1 stk egg
 1 tsk vanilludropar
  bolli bragðlaus kókosolía brædd
 ½ bolli rótsterkt uppáhellt kaffi
Núggatmús
 1 stk Oatly VISP þeytirjómi 250ml
 1 stk plata núggatsúkkulaði frá Rapunzel
 ¼ tsk vanillukorn
 3 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 ¼ tsk sjávarsalt

Leiðbeiningar

Mokkakaka
1

Hitið ofninn í 175°C blástur.

2

Blandið þurrefnum saman í skál og hellið upp á rótsterkt kaffi.

3

Setjið oatly jógúrtina, olíuna, vanillu og egg saman við og hrærið í. Setjið kaffið út í og hrærið þar til deigið er samfellt.

4

Smyrjið 20cm kringlótt form og hellið deiginu út í. Bakið í 25 mín eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. Kælið botninn alveg á grind.

5

Útbúið núggatmúsina, smyrjið á botninn og kælið kökuna.

Núggatmús
6

Bræðið súkkulaði, hlynsíóp, vanillu og salt saman yfir vatnsbaði og hrærið saman þar til súkkulaðiblandan er slétt og samfelld.

7

Stífþeytið hafrarjómann í skál. Setjið súkkulaðiblönduna saman.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Mokkakaka
 1 bolli hveiti
 1 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 msk kakó
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 ½ bolli Oatly tyrknesk jógúrt
 1 stk egg
 1 tsk vanilludropar
  bolli bragðlaus kókosolía brædd
 ½ bolli rótsterkt uppáhellt kaffi
Núggatmús
 1 stk Oatly VISP þeytirjómi 250ml
 1 stk plata núggatsúkkulaði frá Rapunzel
 ¼ tsk vanillukorn
 3 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 ¼ tsk sjávarsalt

Leiðbeiningar

Mokkakaka
1

Hitið ofninn í 175°C blástur.

2

Blandið þurrefnum saman í skál og hellið upp á rótsterkt kaffi.

3

Setjið oatly jógúrtina, olíuna, vanillu og egg saman við og hrærið í. Setjið kaffið út í og hrærið þar til deigið er samfellt.

4

Smyrjið 20cm kringlótt form og hellið deiginu út í. Bakið í 25 mín eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. Kælið botninn alveg á grind.

5

Útbúið núggatmúsina, smyrjið á botninn og kælið kökuna.

Núggatmús
6

Bræðið súkkulaði, hlynsíóp, vanillu og salt saman yfir vatnsbaði og hrærið saman þar til súkkulaðiblandan er slétt og samfelld.

7

Stífþeytið hafrarjómann í skál. Setjið súkkulaðiblönduna saman.

Dásamleg mokkakaka með þeyttri núggatmús

Aðrar spennandi uppskriftir