Daim smákökur

Smákökur með daim kurli sem yndislegt er að gæða sér á yfir hátíðirnar.

 130 gr. smjör við stofuhita
 100 gr. sykur
 100 gr. púðursykur
 1 egg
 1 tsk. vanilludropar
 175 gr. hveiti
 60 gr. bökunarkakó
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk. salt
 1 ½ Poki af Daim kurli eða
 150 gr. (saxað)

1

Hitið ofninn 180°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

2

Þeytið saman smjör og allan sykur þar til létt og ljóst.

3

Bætið við egginu og vanilludropunum.

4

Bætið þar næst hveiti, bökunarkakó, lyftidufti og salti saman við og blandið vel.

5

Að lokum er söxuðu Daim bætt útí.

6

Deigið á að vera það þétt í sér að hægt sé að móta úr því kúlur.

7

Gott er að miða hverja kúlu við tæplega 1msk og þrýsta ofaná hana þegar hún er komin á plötuna svo hún fletjist örlítið út (mun svo fletjast betur út við bakstur).

8

Bakið í um 12 mínútur og leyfið kökunum að kólna.