Print Options:
Daim páskakrans

Magn1 skammtur

Einfaldur páskakrans með karamellu og súkkulaði.

 2 pokar Daim kúlur 100 gr
 100 gr smjör
 1 dl rjómi
 200 gr Milka hreint mjólkursúkkulaði
 100 gr kornflex
 1 poki Cadbury Mini Egg 90 gr
1

Bræðið Daim kúlur, smjör og rjóma saman við vægan hita eða þar til karamellan er alveg bráðnuð

2

Takið af hitanum og bætið súkkulaðinu við

3

Blandið kornflexinu saman við

4

Setjið bökunarpappír í kökuform og setjið skál í miðjuna, gott er að spreyja skálina með olíuspreyi

5

Hellið blöndunni í formið og mótið krans, ráðið eggjum ofaná kransinn

6

Kælið