Daim ostakaka með LU kex botni.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Kexið sett í matvinnsluvél og mulið fínt niður.
Smjörinu hellt yfir kexið og blandað saman með sleif.
Setjið smjörpappír í botninn á um 20 sm smelluformi og spreyið með matarolíuspreyi botn og hliðar.
Hellið kexblöndunni í botninn, þjappið henni jafnt yfir hann og aðeins upp með hliðunum.
Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur.
Hitið þá 60 ml af vatni að suðu og setjið matarlímsblöðin saman við, eitt í einu og hrærið á milli. Hellið síðan í skál og leyfið að ná stofuhita.
Bræðið á meðan Toblerone og leggið til hliðar.
Þeytið næst saman rjómaost, sykur, flórsykur og vanillusykur.
Hellið matarlímsblöndunni saman við og því næst bræddu Toblerone.
Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og setjið að lokum Daim saman við og hellið í smelluformið, ofan á kexbotninn.
Plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt.
Rennið hníf varlega hringinn á smelluforminu áður en þið losið kökuna úr og skreytið.
Skreytið með ferskum blómum, hindberjum, bláberjum og Daimkurli.
Hráefni
Leiðbeiningar
Kexið sett í matvinnsluvél og mulið fínt niður.
Smjörinu hellt yfir kexið og blandað saman með sleif.
Setjið smjörpappír í botninn á um 20 sm smelluformi og spreyið með matarolíuspreyi botn og hliðar.
Hellið kexblöndunni í botninn, þjappið henni jafnt yfir hann og aðeins upp með hliðunum.
Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur.
Hitið þá 60 ml af vatni að suðu og setjið matarlímsblöðin saman við, eitt í einu og hrærið á milli. Hellið síðan í skál og leyfið að ná stofuhita.
Bræðið á meðan Toblerone og leggið til hliðar.
Þeytið næst saman rjómaost, sykur, flórsykur og vanillusykur.
Hellið matarlímsblöndunni saman við og því næst bræddu Toblerone.
Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og setjið að lokum Daim saman við og hellið í smelluformið, ofan á kexbotninn.
Plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt.
Rennið hníf varlega hringinn á smelluforminu áður en þið losið kökuna úr og skreytið.
Skreytið með ferskum blómum, hindberjum, bláberjum og Daimkurli.