Hátíðleg Daim ísterta með heitri Toblerone súkkulaðisósu.

Uppskrift
Hráefni
Ísterta
5 egg (aðskilin)
100 g púðursykur
2 tsk. vanillusykur
420 ml þeyttur rjómi
200 g Daimkurl (2 pokar)
Toblerone sósa og skreyting
100 g Toblerone
3 msk. rjómi
Daimkúlur
Fersk hindber
Leiðbeiningar
Ísterta
1
Þeytið eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
2
Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Daimkúlum saman við.
3
Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna.
4
Hellið í form og best er að plasta og frysta ístertuna í sólarhring.
5
Takið ístertuna úr forminu þegar það á að bera hana fram og skreytið hana með Toblerone sósu, Daimkurli og hindberjum.
Toblerone sósa og skreyting
6
Bræðið Toblerone og rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið.
7
Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúka úr. Berið þá fram með ístertunni ásamt Daimkúlum og ferskum hindberjum.
Uppskrift frá Gotterí.
MatreiðslaEftirréttir, ÍsTegundÍslenskt
Hráefni
Ísterta
5 egg (aðskilin)
100 g púðursykur
2 tsk. vanillusykur
420 ml þeyttur rjómi
200 g Daimkurl (2 pokar)
Toblerone sósa og skreyting
100 g Toblerone
3 msk. rjómi
Daimkúlur
Fersk hindber