Crunch Wrap

Hér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g nautahakk
 ½ stk poki af Taco kryddi
 8 stk stórar tortillur
 8 stk litlar tortilla kökur
 8 msk sýrður rjómi
 16 msk ostasósa
 Maarud Tortilla Cheese flögur
 Rifinn ostur
 Guacamole (sjá uppskrift að neðan)
 Olía til steikingar
Guacamole
 3 stk avocado
 100 g piccolo tómatar
 ½ stk rauðlaukur
 1 msk lime
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Steikið hakkið og kryddið, geymið.

2

Smyrjið miðjuna á stóru tortilla kökunni með um 1 msk. af sýrðum rjóma.

3

Setjið næst hakk yfir og þá um 2 msk. af ostasósu.

4

Næst má raða tortilla flögum yfir ostasósuna og setja kál, tómata og rifinn ost ofan á.

5

Að lokum má setja litla tortilla köku ofan á allt og bretta hina stóru upp á hana.

6

Steikið við meðalhita á pönnu þar til kakan byrjar að gyllast og verður stökk.

7

Skerið til helminga og berið fram með guacamole og Maarud tortilla flögum!

Guacamole
8

Saxið laukinn og tómatana niður.

9

Stappið avókadó og kreistið lime yfir.

10

Blandið öllu saman og kryddið eftir smekk.


SharePostSave

Hráefni

 500 g nautahakk
 ½ stk poki af Taco kryddi
 8 stk stórar tortillur
 8 stk litlar tortilla kökur
 8 msk sýrður rjómi
 16 msk ostasósa
 Maarud Tortilla Cheese flögur
 Rifinn ostur
 Guacamole (sjá uppskrift að neðan)
 Olía til steikingar
Guacamole
 3 stk avocado
 100 g piccolo tómatar
 ½ stk rauðlaukur
 1 msk lime
 salt og pipar
Crunch Wrap

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…