Croissant bollur með Oatly þeytirjóma

Fyrirhafnalitlar vegan croissant bollur með sykurlausum glasssúr, Oatly þeytirjóma og jarðaberjum.

Croissant bollur
 1 stk dós Danerolles croissant deig
 1 stk ferna Oatly VISP þeytirjómi
 1 stk askja fersk jarðaber
 sykurlaus hindberjasulta
Sykurlaus súkkulaði glassúr
 2,50 msk lífrænt kakó
 9 stk ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 1 stk tappi vanilludropar
 1 dl Oatly haframjólk

1

Croissant dósin er opnuð á hliðinni og dósinni snúið utan af deiginu. Rúllið deiginu út á bökunarpappír og losið um alla þríhyrningana. Rúllið hverjum þríhyrning uppí crossaint og komið fyrir í ofni og bakið samkvæmt ráðleggingu á pakkningu, 12-15 mínútur. Fylgist með því að þau verði ekki of dökk.

2

Glassúrinn er útbúinn með því að blanda öllu saman í litlum blender/matvinnsluvél eða með töfrasprota.

3

Skerið croissöntin í efri og neðri hluta. Smyrjið súkkulaðiglassúrnum á neðri hluta crossantsins, raðið sneiddum ferskum jarðaberjum ofan á og toppið með oatly þeyttum rjóma. Setjið svo lokið á. Fyrir enn sætari bollu er hægt að blanda hindberjasultu útí rjómann sem er líka æðislega gott.