Frábær kjúklingaréttur sem bragðast eins og sumar á diski, kærkominn á dimmum dögum og hvað þá heitum sumardögum. Blandan af chili, límónu og kóríander klikkar seint.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Afþýðið kjúklinginn og fituhreinsið ef þið viljið.
Mælið hráefnin og skerið niður kóríander.
Öllu blandað saman í skál, hrært vel saman og lok eða plastfilma sett yfir.
Leyfið kjúklingnum að marinera í minnst 1-2 tíma, best að leyfa honum að liggja í dágóðan tíma ef það er möguleiki.
Stillið ofn á 180°c. Raðið kjúklingnum í eldfast form og eldað í 15-20 mín.
Sjóðið hrísgrjónin með vatni þangað til þau eru full soðin.
Takið pönnu og bræðið smjör, skerið maís bitana frá stilknum og ananasinn smátt niður og bætið út á pönnuna.
Hellið síðan soðinu sem myndast hefur af kjúklingnum út á pönnuna ásamt hrísgrjónunum og hrærið þessu vel saman.
Piprið eftir smekk.
Berið fram með meiri kóríander, límónu og Sriracha sósu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Afþýðið kjúklinginn og fituhreinsið ef þið viljið.
Mælið hráefnin og skerið niður kóríander.
Öllu blandað saman í skál, hrært vel saman og lok eða plastfilma sett yfir.
Leyfið kjúklingnum að marinera í minnst 1-2 tíma, best að leyfa honum að liggja í dágóðan tíma ef það er möguleiki.
Stillið ofn á 180°c. Raðið kjúklingnum í eldfast form og eldað í 15-20 mín.
Sjóðið hrísgrjónin með vatni þangað til þau eru full soðin.
Takið pönnu og bræðið smjör, skerið maís bitana frá stilknum og ananasinn smátt niður og bætið út á pönnuna.
Hellið síðan soðinu sem myndast hefur af kjúklingnum út á pönnuna ásamt hrísgrjónunum og hrærið þessu vel saman.
Piprið eftir smekk.
Berið fram með meiri kóríander, límónu og Sriracha sósu.