Sælkerasalat með risarækjum og parmesanosti.
Blandið chilimauki og ólífuolíu saman og veltið rækjunum upp úr blöndunni.
Steikið tígrisrækjurnar á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið ásamt hvítlauk.
Kryddið með salti og pipar og TABASCO® eftir smekk.
Skerið avókadó, mangó, vorlauk og kirsuberjatómata niður og blandið við lambhagasalatið, parmesanostinn og saxaðar kryddjurtir.
Setjið tígrisrækjurnar saman við salatið.
Bætið að lokum við myntu, salthnetum, ólífuolíu og sítrónusafa.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki