Chili con Pollo

  

desember 13, 2019

Hráefni

2 laukar (gulir)

40 g smjör

3 hvítlauksgeirar eða 1 lítill geiralaus hvítlaukur

2 rauðar paprikur

2 grænar paprikur

1 tsk chiliduft

1 1/2 tsk Cumin (broddkúmen)

10-15 dropar Tabasco sósa

1/4 tsk cayenne pipar

2 tsk gróft salt

1 msk kjúklinga kraft í dufti frá Oscar eða 1 kjúklingatening

1 msk agave síróp eða önnur sæta

2 x 411 gr Hunts Diced Roasted Garlic tómata í dós

2 msk tómatpúrra

1 dós nýrnabaunir (ég notaði frá Rapunzel en má nota hverjar sem er)

1 dós gular baunir

2 bitar dökkt súkkulaði (má sleppa)

600-800 gr úrbeinuð kjúklingalæri

Salt og pipar

Meðlæti

Nachos

Soðin grjón

Sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1Bræðið smjör á pönnu og setjið smátt skorin lauk út á. Saltið létt yfir og látið malla í eins og 15 mín eða meðan þið skerið annað hráefni niður í réttinn. Paprikur smátt og kjúkling í gúllasbita

2Passið að mýkja bara laukinn í smjörinu en ekki brúna hann

3Merjið næst hvítlauk og setjið út á laukinn

4Hrærið saman og bætið paprikum út á og saltið létt aftur yfir

5Kryddið svo með Cumin, Cayenne, Tabasco, Chili og hrærið vel saman

6Setjið næst Kjúklingin í gúllasbitum með á pönnuna og kryddið með kjúklingakraftinum, leyfið honum að verða hvítum en þarf ekki að vera steiktur í gegn

7Bætið næst dósatómötum og púrru út á og hrærið öllu vel saman

8Saltið með 2 msk af grófu salti og setjið súkkulaðibitana út í

9Látið malla undir loki í 20 mínútur en nú er gott að byrja að sjóða grjón með réttinum

10Eftir að sá tími er liðin setjið þá nýrnabaunir og gular baunir út á og látið sjóða í 10 mín til viðbótar

11Berið svo fram með grjónum, nachos, og sýrðum rjóma

uppskriftin kemur frá PAZ.IS

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Maarud kjúklingaréttur með rösti, beikon og löðrandi í ostum

Þessi réttur er bara blanda af því besta, tilvalin partýréttur, í saumaklúbbinn eða sem helgarréttur fyrir fjölskylduna