Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið þurrefnum saman í meðal stóra skál.
Bræðið smjör í litlum potti. Bætið sírópi og kaffi saman við og hrærið þar til samlagað.
Hellið smjörblöndunni saman við þurrefnin og að síðustu bætið við eggjunum og hrærið þar til samlagað.
Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform miðlungsstórt eða klæðið að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
Kælið kökuna á grind. Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Dustið kakódufti yfir.
Setjið smjörið í skál og þeytið eins vel og hægt er.
Bætið flórsykri saman við og setjið 1 msk af kaffi í einu þar til ykkur finnst rétt áferð vera komin.
Áferðin getur orðið kornótt en haldið áfram að þeyta kremið.
Ég hef líklega sett um 50ml í allt.
Uppskrift frá Völlu á GRGS.
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið þurrefnum saman í meðal stóra skál.
Bræðið smjör í litlum potti. Bætið sírópi og kaffi saman við og hrærið þar til samlagað.
Hellið smjörblöndunni saman við þurrefnin og að síðustu bætið við eggjunum og hrærið þar til samlagað.
Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform miðlungsstórt eða klæðið að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
Kælið kökuna á grind. Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Dustið kakódufti yfir.
Setjið smjörið í skál og þeytið eins vel og hægt er.
Bætið flórsykri saman við og setjið 1 msk af kaffi í einu þar til ykkur finnst rétt áferð vera komin.
Áferðin getur orðið kornótt en haldið áfram að þeyta kremið.
Ég hef líklega sett um 50ml í allt.