fbpx

Cadbury Mini Eggs smákökubitar

Ljúffengir kökubitar með vinsælu súkkulaði eggjunum

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 115 g smjör
 180 g púðursykur
 1 egg
 1 tsk vanilludropar
 280 g hveiti
 1 tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 1 msk maizena mjöl
 3 pk Cadbury Mini Eggs
 100 g hvítt súkkulaði/rjómasúkkulaði

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 190°c . Bræðið smjörið og setjið í hrærivélarskál ásamt púðursykrinum, þeytið saman í 1-2 mín.

2

Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið vel saman.

3

Þá er þurrefnunum blandað saman við, hveiti, matarsóda, salti og maizena og hrært léttilega saman, bara þangað til að deigið er orðið blandað.

4

Setjið súkkulaði eggin og niður söxuðu súkkulaði saman við. Gott er að skilja nokkur egg eftir til að setja ofan á, gefur skemmtilegt útlit.

5

Ef þið eigið ferkantað kökuform þá er það tilvalið en hægt er að nota hringlaga eða því sem hentar og þið eigið.

6

Deiginu er þjappað ofan í formið þannig að það sé um 1 cm að þykkt.

7

Einnig er hægt setja deigið á bökunarpappír, búa til rúllu úr því og vefja bökunarpappírnum utan um það, kæla deigið og skera það síðan niður í cm þykkar smákökur.

8

Kökudeigið sett inn í ofn og bakað 10-12 mínútur.

9

Leyfið að kólna lítilega áður en það er tekið úr forminu og skorið í bita.


Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 115 g smjör
 180 g púðursykur
 1 egg
 1 tsk vanilludropar
 280 g hveiti
 1 tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 1 msk maizena mjöl
 3 pk Cadbury Mini Eggs
 100 g hvítt súkkulaði/rjómasúkkulaði

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 190°c . Bræðið smjörið og setjið í hrærivélarskál ásamt púðursykrinum, þeytið saman í 1-2 mín.

2

Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið vel saman.

3

Þá er þurrefnunum blandað saman við, hveiti, matarsóda, salti og maizena og hrært léttilega saman, bara þangað til að deigið er orðið blandað.

4

Setjið súkkulaði eggin og niður söxuðu súkkulaði saman við. Gott er að skilja nokkur egg eftir til að setja ofan á, gefur skemmtilegt útlit.

5

Ef þið eigið ferkantað kökuform þá er það tilvalið en hægt er að nota hringlaga eða því sem hentar og þið eigið.

6

Deiginu er þjappað ofan í formið þannig að það sé um 1 cm að þykkt.

7

Einnig er hægt setja deigið á bökunarpappír, búa til rúllu úr því og vefja bökunarpappírnum utan um það, kæla deigið og skera það síðan niður í cm þykkar smákökur.

8

Kökudeigið sett inn í ofn og bakað 10-12 mínútur.

9

Leyfið að kólna lítilega áður en það er tekið úr forminu og skorið í bita.

Cadbury Mini Eggs smákökubitar

Aðrar spennandi uppskriftir