Ljúffengir kökubitar með vinsælu súkkulaði eggjunum
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Stillið ofn á 190°c . Bræðið smjörið og setjið í hrærivélarskál ásamt púðursykrinum, þeytið saman í 1-2 mín.
Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið vel saman.
Þá er þurrefnunum blandað saman við, hveiti, matarsóda, salti og maizena og hrært léttilega saman, bara þangað til að deigið er orðið blandað.
Setjið súkkulaði eggin og niður söxuðu súkkulaði saman við. Gott er að skilja nokkur egg eftir til að setja ofan á, gefur skemmtilegt útlit.
Ef þið eigið ferkantað kökuform þá er það tilvalið en hægt er að nota hringlaga eða því sem hentar og þið eigið.
Deiginu er þjappað ofan í formið þannig að það sé um 1 cm að þykkt.
Einnig er hægt setja deigið á bökunarpappír, búa til rúllu úr því og vefja bökunarpappírnum utan um það, kæla deigið og skera það síðan niður í cm þykkar smákökur.
Kökudeigið sett inn í ofn og bakað 10-12 mínútur.
Leyfið að kólna lítilega áður en það er tekið úr forminu og skorið í bita.
Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Stillið ofn á 190°c . Bræðið smjörið og setjið í hrærivélarskál ásamt púðursykrinum, þeytið saman í 1-2 mín.
Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið vel saman.
Þá er þurrefnunum blandað saman við, hveiti, matarsóda, salti og maizena og hrært léttilega saman, bara þangað til að deigið er orðið blandað.
Setjið súkkulaði eggin og niður söxuðu súkkulaði saman við. Gott er að skilja nokkur egg eftir til að setja ofan á, gefur skemmtilegt útlit.
Ef þið eigið ferkantað kökuform þá er það tilvalið en hægt er að nota hringlaga eða því sem hentar og þið eigið.
Deiginu er þjappað ofan í formið þannig að það sé um 1 cm að þykkt.
Einnig er hægt setja deigið á bökunarpappír, búa til rúllu úr því og vefja bökunarpappírnum utan um það, kæla deigið og skera það síðan niður í cm þykkar smákökur.
Kökudeigið sett inn í ofn og bakað 10-12 mínútur.
Leyfið að kólna lítilega áður en það er tekið úr forminu og skorið í bita.