Cacio a pepe er rammítalskur spagettíréttur sem er venjulega gerður með olíu, pecorino osti og pipar. Þessi réttur er afar einfaldur og tekur enga stund að gera. Ég mæli með því að hafa hvítlauksbrauð og ferskt salat með honum til að fá smá ferskleika með smjörbragðinu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Sjóðið spagettí eftir leiðbeiningum á pakka en munið að hafa vatnið vel salt, nánast eins og sjóvatn.
Rífið niður pecorino ostinn í rifjárni og hrærið út í mjúkt smjörið ásamt fullt af svörtum pipar, eftir smekk.
Setjið smjörið í skál og setjið á borðið ásamt sjóðandi heitu spagettí.
Best er að bera fram spagettíið sjóðandi heitt og fá sér svo góða slettu af piparostasmjörinu út á og láta það bráðna yfir spagettíið, setja svo smá auka af ólifuolíu og enn meiri rifinn pecorino ost yfir.
Ég mæli með því að hafa hvítlauksbrauð og ferskt salat með til að fá smá ferskleika með smjörbragðinu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Sjóðið spagettí eftir leiðbeiningum á pakka en munið að hafa vatnið vel salt, nánast eins og sjóvatn.
Rífið niður pecorino ostinn í rifjárni og hrærið út í mjúkt smjörið ásamt fullt af svörtum pipar, eftir smekk.
Setjið smjörið í skál og setjið á borðið ásamt sjóðandi heitu spagettí.
Best er að bera fram spagettíið sjóðandi heitt og fá sér svo góða slettu af piparostasmjörinu út á og láta það bráðna yfir spagettíið, setja svo smá auka af ólifuolíu og enn meiri rifinn pecorino ost yfir.
Ég mæli með því að hafa hvítlauksbrauð og ferskt salat með til að fá smá ferskleika með smjörbragðinu.