Print Options:

Byggsalat með tígrisrækjum, piparrót og fetaosti

Magn1 skammtur

Ljúffengt og hressandi byggsalat með rækjum og piparrót.

 1 poki tígrisrækjur
 50 g bankabygg - soðið
 3 cm piparrót - rifin fínt á rifjárni
 4 msk fetaostur í teningum - óbragðbættur
 Hnefafylli ferskt spínat
 Salt
 3 msk sítrónuolía
 1 msk eplaedik
1

Hitið ofninn í 200° C.

2

Marínerið rækjurnar í sítrónuolíu og kryddið með salti.

3

Bakið í ofni í ca 7 mín.

4

Blandið rækjunum saman við bankabyggið.

5

Bætið piparrót, fetaosti og spínati út í og kryddið með salti, sítrónuolíu og eplaediki.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size