Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.
Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.
Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.
Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.
Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.
Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.
Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.
Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.
Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.
Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.