fbpx

Bruschettur með burrata, berjum og pistasíum

Bruschettur sem bragðast alveg dásamlega. Þær eru svo ferskar, sætar og bragðgóðar með burrata osti, hindberjum, brómberjum, hunangi og pistasíum. Tilvalið að bera fram í veislum, sem forrétt eða sem léttan rétt í sumar. Svo er um að gera að njóta með ísköldu cava rosé, það passar mjög vel með.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 24 stk sneiðar af súrdeigs baguette
 ólífuolía
 2 stk burrata ostar
 1 stk box brómber frá Driscolls
 2 stk box af hindberjum frá Driscolls
 hunang
 3 msk af smátt skornum pistasíum

Leiðbeiningar

1

Dreifið baguette sneiðum á ofnplötu þaktri bökunarpappír.

2

Hellið ólífuolíu jafnt yfir og bakið í 8-10 mínútur við 190°C á blæstri eða þar til sneiðarnar eru orðnar gylltar og stökkar.

3

Rífið burrata ostinn og dreifið jafnt yfir baguette sneiðarnar.

4

Smátt skerið brómber og hindber og raðið fallega á sneiðarnar.

5

Dreifið hunangi eftir smekk á bruschetturnar og toppið svo með smátt skornum pistasíum.


Uppskrift eftir Hildi Rut

DeilaTístaVista

Hráefni

 24 stk sneiðar af súrdeigs baguette
 ólífuolía
 2 stk burrata ostar
 1 stk box brómber frá Driscolls
 2 stk box af hindberjum frá Driscolls
 hunang
 3 msk af smátt skornum pistasíum

Leiðbeiningar

1

Dreifið baguette sneiðum á ofnplötu þaktri bökunarpappír.

2

Hellið ólífuolíu jafnt yfir og bakið í 8-10 mínútur við 190°C á blæstri eða þar til sneiðarnar eru orðnar gylltar og stökkar.

3

Rífið burrata ostinn og dreifið jafnt yfir baguette sneiðarnar.

4

Smátt skerið brómber og hindber og raðið fallega á sneiðarnar.

5

Dreifið hunangi eftir smekk á bruschetturnar og toppið svo með smátt skornum pistasíum.

Bruschettur með burrata, berjum og pistasíum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Eggaldin bruschetturHér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá…