Bræðið smjörið á vægum hita og hrærið sykrinum saman við. Passið að láta ekki bullsjóða.
Hrærið kakói, lyftidufti, salti og vanilldropum saman við smjör- og sykurblönduna í hrærivél.
Bætið eggjunum saman við og setjið að lokum hveitið í blönduna og blandið vel saman.
Hellið deiginu í eldfast form (t.d. í stærð 28×28 cm) og setjið bökunarpappír í botninn.
Skerið Milka Daim súkkulaðið í bita og dreifið jafnt yfir kökuna.
Bakið kökuna í um 35-40 mínútur við 180°C á blæstri. Kakan á að vera frekar blaut í miðjunni.