fbpx

Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi

Brownie, saltar hnetur, ostakaka og karamellukrem. Blanda sem kítlar bragðlaukana!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Ostakökublanda
 300 gr Philadelphia ostur
 ¾ dl sykur
 1 tsk vanillusykur
Brownie deig
 2 egg
 100 gr smjör
 2 dl sykur
 3 msk kakó
 2 dl hveiti
 ½ tsk lyftiduft
 1 dl kasjúhnetur eða pekanhnetur, saxaðar gróft
Karamellukrem
 40 gr smjör
 1 msk mjólk
 1½ dl flórsykur
 2 msk kakó
 kasjú hnetur eða peacan hnetur til að skreyta með

Leiðbeiningar

Ostakökublanda
1

Hrærið saman Philadelphia osti, sykri og vanillusykri þar til blandan verður slétt. Geymið blönduna.

Brownie deig
2

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Setjið smjör og kakó í pott og hitið á vægum hita þar til smjörið er bráðnað og hefur blandast við kakóið, hellið svo smjörblöndunni út í eggjablönduna og hrærið. Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið, bætið við grófsöxuðum hnetunum og blandið varlega saman við.

3

Hitið bökunarofninn í 180 gráður. Smyrjið bökunarform með lausum botni (gott að nota lítið form, t.d. 20 eða 22 cm). Hellið helmingnum af kökudeiginu í formið og sléttið úr því. Hellið svo varlega ostablöndunni ofan á og sléttið úr henni út í alla kanta. Að lokum er restinni af kökudeginu hellt yfir og dreift vel yfir ostablönduna. Bakið neðarlega í ofninum við 180 gráður í ca. 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.

Karamellukrem
4

Bræðið smjör og mjólk saman í potti. Bætið flórsykri og kakó út í. Hrærið og látið malla í 2-3 mínútur. Leyfið kreminu aðeins að kólna og notið síðan sleikju til að dreifa því jafnt yfir kökuna. Skreytið með grófsöxuðum hnetum. Látið kökuna standa í kæli þar til kremið hefur harðnað. Best er að leyfa kökunni að standa í kæli yfir nóttu. Berið fram með þeyttum rjóma.


Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

DeilaTístaVista

Hráefni

Ostakökublanda
 300 gr Philadelphia ostur
 ¾ dl sykur
 1 tsk vanillusykur
Brownie deig
 2 egg
 100 gr smjör
 2 dl sykur
 3 msk kakó
 2 dl hveiti
 ½ tsk lyftiduft
 1 dl kasjúhnetur eða pekanhnetur, saxaðar gróft
Karamellukrem
 40 gr smjör
 1 msk mjólk
 1½ dl flórsykur
 2 msk kakó
 kasjú hnetur eða peacan hnetur til að skreyta með

Leiðbeiningar

Ostakökublanda
1

Hrærið saman Philadelphia osti, sykri og vanillusykri þar til blandan verður slétt. Geymið blönduna.

Brownie deig
2

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Setjið smjör og kakó í pott og hitið á vægum hita þar til smjörið er bráðnað og hefur blandast við kakóið, hellið svo smjörblöndunni út í eggjablönduna og hrærið. Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið, bætið við grófsöxuðum hnetunum og blandið varlega saman við.

3

Hitið bökunarofninn í 180 gráður. Smyrjið bökunarform með lausum botni (gott að nota lítið form, t.d. 20 eða 22 cm). Hellið helmingnum af kökudeiginu í formið og sléttið úr því. Hellið svo varlega ostablöndunni ofan á og sléttið úr henni út í alla kanta. Að lokum er restinni af kökudeginu hellt yfir og dreift vel yfir ostablönduna. Bakið neðarlega í ofninum við 180 gráður í ca. 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu.

Karamellukrem
4

Bræðið smjör og mjólk saman í potti. Bætið flórsykri og kakó út í. Hrærið og látið malla í 2-3 mínútur. Leyfið kreminu aðeins að kólna og notið síðan sleikju til að dreifa því jafnt yfir kökuna. Skreytið með grófsöxuðum hnetum. Látið kökuna standa í kæli þar til kremið hefur harðnað. Best er að leyfa kökunni að standa í kæli yfir nóttu. Berið fram með þeyttum rjóma.

Brownie ostakaka með kasjúhnetum og karamellukremi

Aðrar spennandi uppskriftir