Vegan Oreo brownie með smákökudegi, gerist ekki meira djúsí
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að útbúa brownie deigið en þá er byrjað á því bræða saman smjörlíki, sykurinn og vanilludropana á meðalháum hita svo það brenni ekki við.
Hrærið í smjörlíkisblöndunni allan tímann.
Blandið þurrefnunum í skál og hrærið þau örlítið saman.
Hellið smjörlíkisblöndunni, mjólkinni og hörfræeggjunum út í og hrærið vel saman.
Hellið deiginu í stálpönnu sem þolir að fara í ofn, eldfast mót eða litla ofnskúffu.
Brjótið Oreo kexin of dreifið þeim jafnt yfir kökuna.
Útbúið smákökudeigið en þá er byrjað á því að þeyta saman smjörlíki, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
Bætið út í hörfræegginu út í og þeytið aðeins lengur.
Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim út í smjörblönduna og hrærið vel saman. Deigið á að vera frekar klístrað en samt þannig að hægt sé að móta það í höndunum.
Dreifið deiginu jafnt yfir alla kökuna og bakið hana í u.þ.b. 45 mínútur í 180°C heitum ofni. Takið kökuna út og leyfið henni að standa í allavega 15 mínútur áður en hún er borin fram.
Kakan hentar fullkomlega með Oatly ís.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að útbúa brownie deigið en þá er byrjað á því bræða saman smjörlíki, sykurinn og vanilludropana á meðalháum hita svo það brenni ekki við.
Hrærið í smjörlíkisblöndunni allan tímann.
Blandið þurrefnunum í skál og hrærið þau örlítið saman.
Hellið smjörlíkisblöndunni, mjólkinni og hörfræeggjunum út í og hrærið vel saman.
Hellið deiginu í stálpönnu sem þolir að fara í ofn, eldfast mót eða litla ofnskúffu.
Brjótið Oreo kexin of dreifið þeim jafnt yfir kökuna.
Útbúið smákökudeigið en þá er byrjað á því að þeyta saman smjörlíki, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
Bætið út í hörfræegginu út í og þeytið aðeins lengur.
Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim út í smjörblönduna og hrærið vel saman. Deigið á að vera frekar klístrað en samt þannig að hægt sé að móta það í höndunum.
Dreifið deiginu jafnt yfir alla kökuna og bakið hana í u.þ.b. 45 mínútur í 180°C heitum ofni. Takið kökuna út og leyfið henni að standa í allavega 15 mínútur áður en hún er borin fram.
Kakan hentar fullkomlega með Oatly ís.