Brokkolí- og Maíssúpa

  ,

nóvember 6, 2020

Dásamleg vegan brokkolí- og maíssúpa sem þú verður að prófa

Hráefni

4 msk Filippo Berio ólífuolía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)

1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir

3-4 meðalstórar gulrætur

1 laukur

4 dl maískorn

2-3 hvítlauksrif

2 tsk túrmerik

1 tsk laukduft

Salt og pipar

2 lárviðarlauf

750 ml vatn

750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)

500 ml Oatly hafrarjómi

3 teningar grænmetiskraftur

Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.

2Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

3Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.

4Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maískorni og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maískornið út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.

5Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.

6Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.

7Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.

8Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.

Uppskrift frá Veganistum

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan “kjöt”súpa

Hér er á ferðinni vegan útgáfa af hinni klassísku kjötsúpu sem við flest þekkjum

Matarmikil haustsúpa

Það er svo notalegt að ylja sér í haustinu með heitri og bragðgóðri súpu.

Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa

Matarmikil og bragðgóð grænmetissúpa stútfull af grænmeti og hollustu.