fbpx

Brokkolí- og Maíssúpa

Dásamleg vegan brokkolí- og maíssúpa sem þú verður að prófa

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 msk Filippo Berio ólífuolía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)
 1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir
 3-4 meðalstórar gulrætur
 1 laukur
 4 dl maískorn
 2-3 hvítlauksrif
 2 tsk túrmerik
 1 tsk laukduft
 Salt og pipar
 2 lárviðarlauf
 750 ml vatn
 750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)
 500 ml Oatly hafrarjómi
 3 teningar grænmetiskraftur
 Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.

2

Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

3

Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.

4

Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maískorni og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maískornið út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.

5

Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.

6

Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.

7

Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.

8

Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.


Uppskrift frá Veganistum

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 msk Filippo Berio ólífuolía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)
 1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir
 3-4 meðalstórar gulrætur
 1 laukur
 4 dl maískorn
 2-3 hvítlauksrif
 2 tsk túrmerik
 1 tsk laukduft
 Salt og pipar
 2 lárviðarlauf
 750 ml vatn
 750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)
 500 ml Oatly hafrarjómi
 3 teningar grænmetiskraftur
 Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.

2

Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

3

Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.

4

Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maískorni og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maískornið út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.

5

Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.

6

Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.

7

Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.

8

Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.

Brokkolí- og Maíssúpa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Tær grænmetissúpaTær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu.…