Brauðréttur með kjúklingi

Heitur brauðréttur í kvöldmatinn er afar góð hugmynd! Þessi réttur er nefnilega fullkominn hvort sem það er í veisluna eða sem máltíð fyrir fjölskylduna.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 10 stk brauðsneiðar
 1 stk eldaður kjúklingur, rifinn niður
 200 g sveppir
 200 g brokkolí
 600 ml rjómi
 100 g Heinz majónes
 1 stk piparostur
 rifinn ostur
 smjör og ólifuolia til steikingar
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

1

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og geymið.

2

Skerið sveppi og brokkoli niður og steikið við meðalháan hita upp úr smjöri og ólífuolíu í bland, kryddið eftir smekk.

3

Þegar grænmetið fer að mýkjast má bæta rjóma, majónesi og piparosti saman við og hræra þar til bráðið.

4

Að lokum fer rifinn kjúklingurinn saman við og þá er hægt að raða réttinum saman í fatið.

5

Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri, hyljið botninn með brauðsneiðum, setjið ½ af kjúklingablöndunni yfir brauðið, síðan aftur lag af brauðsneiðum og restina af kjúklingablöndunni.

6

Að lokum má setja vel af rifnum osti yfir allt saman og baka við 180° C í um 25 mínútur.

Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is

MatreiðslaTegundInniheldur,
SharePostSave

Hráefni

 10 stk brauðsneiðar
 1 stk eldaður kjúklingur, rifinn niður
 200 g sveppir
 200 g brokkolí
 600 ml rjómi
 100 g Heinz majónes
 1 stk piparostur
 rifinn ostur
 smjör og ólifuolia til steikingar
 salt, pipar og hvítlauksduft
Brauðréttur með kjúklingi

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
BBQ chilli kjúllaleggirÞessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má…