Brauðréttur með kjúklingi

Heitur brauðréttur í kvöldmatinn er afar góð hugmynd! Þessi réttur er nefnilega fullkominn hvort sem það er í veisluna eða sem máltíð fyrir fjölskylduna.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 10 stk brauðsneiðar
 1 stk eldaður kjúklingur, rifinn niður
 200 g sveppir
 200 g brokkolí
 600 ml rjómi
 100 g Heinz majónes
 1 stk piparostur
 rifinn ostur
 smjör og ólifuolia til steikingar
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

1

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og geymið.

2

Skerið sveppi og brokkoli niður og steikið við meðalháan hita upp úr smjöri og ólífuolíu í bland, kryddið eftir smekk.

3

Þegar grænmetið fer að mýkjast má bæta rjóma, majónesi og piparosti saman við og hræra þar til bráðið.

4

Að lokum fer rifinn kjúklingurinn saman við og þá er hægt að raða réttinum saman í fatið.

5

Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri, hyljið botninn með brauðsneiðum, setjið ½ af kjúklingablöndunni yfir brauðið, síðan aftur lag af brauðsneiðum og restina af kjúklingablöndunni.

6

Að lokum má setja vel af rifnum osti yfir allt saman og baka við 180° C í um 25 mínútur.

Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is

MatreiðslaTegundInniheldur,
SharePostSave

Hráefni

 10 stk brauðsneiðar
 1 stk eldaður kjúklingur, rifinn niður
 200 g sveppir
 200 g brokkolí
 600 ml rjómi
 100 g Heinz majónes
 1 stk piparostur
 rifinn ostur
 smjör og ólifuolia til steikingar
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

1

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og geymið.

2

Skerið sveppi og brokkoli niður og steikið við meðalháan hita upp úr smjöri og ólífuolíu í bland, kryddið eftir smekk.

3

Þegar grænmetið fer að mýkjast má bæta rjóma, majónesi og piparosti saman við og hræra þar til bráðið.

4

Að lokum fer rifinn kjúklingurinn saman við og þá er hægt að raða réttinum saman í fatið.

5

Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri, hyljið botninn með brauðsneiðum, setjið ½ af kjúklingablöndunni yfir brauðið, síðan aftur lag af brauðsneiðum og restina af kjúklingablöndunni.

6

Að lokum má setja vel af rifnum osti yfir allt saman og baka við 180° C í um 25 mínútur.

Notes

Brauðréttur með kjúklingi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…