Print Options:








Brauð í ofni með bökuðum baunum og osti

Magn1 skammtur

Hver man ekki eftir þessum rétti síðan í barnæsku! Ég man eftir að hafa verið að gera þetta upp úr „Matreiðslubók mín og Mikka“ fyrir allmörgum árum síðan, tíhí!

 1 stk súrdeigs snittubrauð
 1 stk Heinz bakaðar baunir dós
 Rifinn ostur
 Steinselja til skrauts (má sleppa)
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Skerið snittubrauðið í hæfilega þykkar sneiðar og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu.

3

Setjið vel af bökuðum baunum á hverja sneið og síðan ríkulega af osti þar ofan á.

4

Bakið í ofninum í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fer aðeins að gyllast.

5

Brauðið fer vel með beikoni, hrærðu eggi og jarðarberjum.