fbpx

Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-& möndlusmjö

Ef þið farið í göngur, skíðaferðir eða stundið útivist sem útheimtir mikla orku þá er þetta fullkomið nesti fyrir ykkur! Nú eða bara ef þið eruð eins og ég, elskið hreinlega hvers kyns granóla stykki eða klatta sem pakkaðir eru af allskonar gúmmelaði og góðri næringu. Þessir klattar eru svo hrikalega góðir og einfaldir, innihalda náttúrulega sætu og eru auk þess vegan! Mitt allra uppáhalds, kókos- og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur einstakt bragð og heldur þessu öllu saman ásamt banananum. Klattana er auðveldlega hægt að frysta og taka út eftir þörfum og svo er líka hægt að skipta út fræjunum fyrir aðra tegund eða möndlunum út fyrir aðrar hnetur eða jafnvel sleppa þeim og auka magn af öðru í staðinn. Þessa uppskrift er hægt að leika sér endalaust með!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk stór þroskaður banani
 140 g möndlu & kókosmjör frá Rapunzel
 3 msk hlynsíróp
 1 tsk vanilludropar
 180 g grófir hafrar
 50 g 70% súkkulaði frá Rapunzel, smátt saxað
 40 g möndlur frá Rapunzel, fínt saxaðar
 40 g graskersfræ frá Rapunzel
 40 g rúsínur frá Rapunzel
 25 g kókos frá Rapunzel
 1 tsk kanill
 ¼ tsk matarsódi
 ¼ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur.

2

Saxið möndlurnar og súkkulaðið og setjið til hliðar.

3

Setjið bananann í skál og stappið vel. Bætið möndlu- & kókossmjöri, hlynsíróp og vanilludropa út í og hrærið vel.

4

Setjið hafra, súkkulaði, möndlur, graskersfræ, rúsínur, kókos, kanil, matarsóda og salt í skál. Hrærið vel saman og setjið bananablönduna saman við.

5

Takið fram ofnplötu og setjið á hana bökunarpappír. Mótið smákökur með ískúluskeið eða tveimur matskeiðum. Þrýstið aðeins á þær svo þær fletjist út. Bakið í ca. 20 mín.

6

Leyfið kökunum að kólna í smástund á plötunni og færið þær síðan yfir á smákökugrind og leyfið þeim að kólna alveg.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk stór þroskaður banani
 140 g möndlu & kókosmjör frá Rapunzel
 3 msk hlynsíróp
 1 tsk vanilludropar
 180 g grófir hafrar
 50 g 70% súkkulaði frá Rapunzel, smátt saxað
 40 g möndlur frá Rapunzel, fínt saxaðar
 40 g graskersfræ frá Rapunzel
 40 g rúsínur frá Rapunzel
 25 g kókos frá Rapunzel
 1 tsk kanill
 ¼ tsk matarsódi
 ¼ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur.

2

Saxið möndlurnar og súkkulaðið og setjið til hliðar.

3

Setjið bananann í skál og stappið vel. Bætið möndlu- & kókossmjöri, hlynsíróp og vanilludropa út í og hrærið vel.

4

Setjið hafra, súkkulaði, möndlur, graskersfræ, rúsínur, kókos, kanil, matarsóda og salt í skál. Hrærið vel saman og setjið bananablönduna saman við.

5

Takið fram ofnplötu og setjið á hana bökunarpappír. Mótið smákökur með ískúluskeið eða tveimur matskeiðum. Þrýstið aðeins á þær svo þær fletjist út. Bakið í ca. 20 mín.

6

Leyfið kökunum að kólna í smástund á plötunni og færið þær síðan yfir á smákökugrind og leyfið þeim að kólna alveg.

Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-& möndlusmjö

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt…