Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

  ,   

júní 11, 2020

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Hráefni

1 poki Hummus snakk frá Eat real með tómat og basil

1 dós niðursoðnar svartar baunir

1/2 laukur

100g sveppir

1 hvítlauksrif

1 tsk grænmetiskraftur (ég notaði frá Rapunzel)

Svartur pipar og chiliduft ef vill

1 rúmleg msk Bbq sósa

2 tsk fljótandi reykur (liquid smoke, fæst í betri matvöruverslunum)

30g brauðrasp

Meðlæti

Hamborgarabrauð

Bbq sósa

Vegan hvítlaukssósa

Ferskt grænmeti að eigin vali

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að sigta baunirnar og skola með köldu vatni.

2Setjið baunirnar í skál og myljið snakkið í matvinnsluvél.

3Setjið ca. helminginn af snakkinu saman við baunirnar.

4Vinnið lauk, hvítlauk, sveppi og chili saman í matvinnsluvél eða saxið mjög smátt og setijð saman við baunirnar.

5Kryddið með pipar, chilikryddi, bbq sósu, fljótandi reyk og grænmetiskrafti.

6Hnoðið og kreistið með höndunum.

7Skiptið deiginu í 5 hluta og mótið borgara.

8Blandið raspinu saman við restina af snakkinu og veltið borgurunum upp úr raspinu og setjið á disk. Kælið í amk 15 mín.

9Setjið bragðlitla olíu á pönnu og steikið þar til raspið brúnast og buffin eru heit í gegn.

10Útbúið hamborgara eftir smekk með góðu magni af bbq sósu.

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00