Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili

Haustið er komið til okkar af fullum krafti og þá er gott að útbúa góðar og kraftmiklar súpur. Þessi er alveg ótrúlega fljótleg og bragðgóð. Inniheldur fá hráefni og er þess utan vegan. Ég nota í hana kryddin frá Organic Liquid en ég mæli alveg sérstaklega með því að nota þau í súpur, sósur og pottrétti. Þessi er alveg fullkomin á köldum haust og vetrardögum, sér í lagi þegar við höfum lítinn tíma og nennum helst ekki að elda.

 2 msk ólífuolía
 1 stk meðalstór laukur
 400 g sveppir
 2 tsk fljótandi hvítlaukur frá Organic Liquid
 2 tsk fljótandi timían frá Organic Liquid
 1 tsk fljótandi chili frá Organic Liquid
 700 ml vatn
 2 stk sveppateningar
 1 msk grænmetiskraftur
 1 stk kókosmjólk
 Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

1

Saxið laukinn smátt og sveppina í sneiðar.

2

Hitið olíuna í potti og setjið sveppina og laukinn út í. Steikið þar til grænmetið fer að brúnast.

3

Bætið þá fljótandi kryddum saman við og steikið áfram í nokkrar sekúndur.

4

Setjið vatn, kraftinn og kókosmjólkina út í og hleypið suðunni upp. Látið súpuna malla í 10 mínútur og smakkið þá til með salti og pipar.

5

Takið 2-3 stórar ausur af súpunni og vinnið vel í matvinnsluvél. Hellið maukaðri súpunni aftur út í pottinn. Ef vill er hægt að mauka alla súpuna en þá mæli ég með því að nota töfrasprota beint út í pottinn.

Njótið með ylvolgu nýju brauði.