Print Options:








Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu

Magn1 skammtur

Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.

 1 stór sæt kartafla*
 1l. vatn
 1 laukur*
 1 lítill blaðlaukur án græna hlutans*
 2 hvítlauksrif*
 1 lítil rauð paprika*
 1 msk grænmetiskraftur frá Rapunzel
 Safi úr 1/2 límónu
 Himalayasalt og svartur pipar eftir smekk
 1 tsk cummin
 1/2 tsk chiliduft
 200ml Oatly imat hafra matreiðslurjómi
 Fersk steinselja ef vill
 *Lífrænt grænmeti - gott úrval í Nettó og Krónunni t.d
1

Byrjið á því að skera sætu kartöfluna í litla bita og saxa rest af grænmetinu. Sjóðið sætu kartöfluna í ca. 15 mín.

2

Steikið grænmetið upp úr kókosolíunni á vægum hita.

3

Þegar sætkartöfluteningarnir eru orðnir ágætlega mjúkir hellið mestu vatninu af pottinum og setjið hann aftur á helluna. Bætið steikta grænmetinu út í pottinn og hellið vatni og kryddi saman við.

4

Sjóðið á vægum hita þar til grænmetið er orðið vel soðið. Ef þið eruð ekki í tímaþröng mæli ég með að láta hana malla lengur.

5

Bætið við kryddum og salti ef ykkur þykir þess þurfa.

6

Maukið súpuna með töfrasprota og hellið svo hafrarjómanum saman við. Leyfið súpunni að hitna að suðumarki en látið ekki sjóða eftir að rjóminn er kominn út í.

7

Berið fram með góðu brauði og pestói t.d.