Ó hvað ég gæti lifað á indverskum mat! Um daginn langaði mig svo hrikalega í almennilega indverska veislu. Með naan brauðum, pappadums, mangó chutney og öllu. Ég ákvað að prófa Korma sósuna frá Pataks og ég svo sannarlega mælt með henni. Í grunninn er hún mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri hita er hægt að bæta við smá chili til dæmis. Til þess að gera aðeins meiri stemningu finnst mér mjög gott að steikja pappadums með og það er miklu auðveldara en það gæti virst í fyrstu. Mæli með því að þið prófið það með.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum
Skerið kjúklinginn í bita og setjið í skál. Bætið jógúrti og tandoori mauki saman við og hrærið saman við
Skerið paprikuna og rauðlaukinn í strimla
Setjið 1 msk af olíu á pönnu og snöggsteikið paprikuna og laukinn. Takið af pönnunni og setjið kjúklinginn út á pönnuna. Steikið í 2 mín og setjið Korma sósuna út á og látið malla í 20 mín.
Úðið naan brauðið með vatni og hitið í nokkrar mín. í ofni.
Berið fram allt saman. Pappadums er langbest með mango chutney en allt spilar þetta dásamlega heild.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum
Skerið kjúklinginn í bita og setjið í skál. Bætið jógúrti og tandoori mauki saman við og hrærið saman við
Skerið paprikuna og rauðlaukinn í strimla
Setjið 1 msk af olíu á pönnu og snöggsteikið paprikuna og laukinn. Takið af pönnunni og setjið kjúklinginn út á pönnuna. Steikið í 2 mín og setjið Korma sósuna út á og látið malla í 20 mín.
Úðið naan brauðið með vatni og hitið í nokkrar mín. í ofni.
Berið fram allt saman. Pappadums er langbest með mango chutney en allt spilar þetta dásamlega heild.