fbpx

Bragðmikil Indversk Korma veisla

Ó hvað ég gæti lifað á indverskum mat! Um daginn langaði mig svo hrikalega í almennilega indverska veislu. Með naan brauðum, pappadums, mangó chutney og öllu. Ég ákvað að prófa Korma sósuna frá Pataks og ég svo sannarlega mælt með henni. Í grunninn er hún mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri hita er hægt að bæta við smá chili til dæmis. Til þess að gera aðeins meiri stemningu finnst mér mjög gott að steikja pappadums með og það er miklu auðveldara en það gæti virst í fyrstu. Mæli með því að þið prófið það með.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 kjúklingabringur
 3 msk Tandoori paste frá Patak's
 3 msk hrein grísk jógúrt
 1 lítill rauðlaukur
 1 rauð paprika
 1 krukka Korma sósa frá Patak's
 Salt og chiliduft
 250g hýðis basmati hrísgrjón frá Rapunzel
 Pappadums frá Patak's
 Mango chutney frá Patak's
 Naan brauð frá Patak's

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum

2

Skerið kjúklinginn í bita og setjið í skál. Bætið jógúrti og tandoori mauki saman við og hrærið saman við

3

Skerið paprikuna og rauðlaukinn í strimla

4

Setjið 1 msk af olíu á pönnu og snöggsteikið paprikuna og laukinn. Takið af pönnunni og setjið kjúklinginn út á pönnuna. Steikið í 2 mín og setjið Korma sósuna út á og látið malla í 20 mín.

5

Úðið naan brauðið með vatni og hitið í nokkrar mín. í ofni.

6

Berið fram allt saman. Pappadums er langbest með mango chutney en allt spilar þetta dásamlega heild.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 kjúklingabringur
 3 msk Tandoori paste frá Patak's
 3 msk hrein grísk jógúrt
 1 lítill rauðlaukur
 1 rauð paprika
 1 krukka Korma sósa frá Patak's
 Salt og chiliduft
 250g hýðis basmati hrísgrjón frá Rapunzel
 Pappadums frá Patak's
 Mango chutney frá Patak's
 Naan brauð frá Patak's

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum

2

Skerið kjúklinginn í bita og setjið í skál. Bætið jógúrti og tandoori mauki saman við og hrærið saman við

3

Skerið paprikuna og rauðlaukinn í strimla

4

Setjið 1 msk af olíu á pönnu og snöggsteikið paprikuna og laukinn. Takið af pönnunni og setjið kjúklinginn út á pönnuna. Steikið í 2 mín og setjið Korma sósuna út á og látið malla í 20 mín.

5

Úðið naan brauðið með vatni og hitið í nokkrar mín. í ofni.

6

Berið fram allt saman. Pappadums er langbest með mango chutney en allt spilar þetta dásamlega heild.

Bragðmikil Indversk Korma veisla

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…