Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.

 2 msk Filippo Berio ólífu olía
 1 rauðlaukur
 3-4 hvítlauksgeirar
 1 msk malað chili krydd
 1 msk cumin krydd
 2 dósir niðursoðnir tómatar
 1 flaska Heinz chili tómatsósa
 1 l vatn
 2 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar
 1 dós gular baunir
 1 dós svartar baunir
 1 dós nýrnabaunir
 2 dl rjómi
 Rifinn ostur
 Maís snakk flögur (má sleppa)
 Ferskt kóríander (má sleppa)

1

Skerið rauðlaukinn niður og steikið upp úr ólífu olíu, þegar laukurinn er orðinn steiktur í gegn, rífið þá niður hvítlaukinn og bætið á pönnuna. Því næst setjiði kryddin á pönnuna og steikið létt.

2

Ef tómatarnir eru heilir, skerið þá niður og bætið á pönnuna. Bætið svo Heinz Chili tómatsósunni á pönnuna. Leyfið að malla í nokkrar mín.

3

Bætið vatni á pönnuna ásamt kjúklingakraftinum.

4

Skolið allar baunir og bætið út í súpuna. Leyfið að malla í nokkrar mín (því lengur því betra).

5

Þegar súpan hefur fengið að malla þá bætiði rjómanum út í og náið suðunni upp aftur.

6

Berið súpuna fram með rifnum osti, maís snakkflögum og fersku kóríander.