Print Options:








Bolla með Oreo, hindberjum og súkkulaði

Magn1 skammtur

Algjör nammibolla sem á eftir að slá í gegn!

Vatnsdeigsbollur
 80 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 stk stór egg
Fylling
 125 g Driscolls hindber
 250 g rjómi
 2 dl Oreo kex mulið
 Milka rjómasúkkulaði, hreint
Vatnsdeigsbollur
1

Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni

2

Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.

3

Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.

4

Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

5

Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.

Fylling
6

Stappið hindber.

7

Myljið Oreo kex í matvinnsuvél.

8

Þeytið rjóma og blandið varlega saman við Oreo kexið.

9

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði

10

Fyllið bollurnar með hindberjum og Oreo rjómanum. Toppið með súkkulaðinu og smá muldu Oreo.