Print Options:

Bökuð marmara súkkulaðiostakaka með rjómakremi

Kexbotn
 160 g Nairns súkkulaðikex eða 3 pakkar
 70 g brætt smjör
 50 g sykur
 ¼ tsk kanill
Ostablanda
 600 g rjómaostur við stofuhita
 230 g sykur
 20 g maízena mjöl
 2 stk stór egg við stofuhita
 2 tsk vanilludropar
 120 ml rjómi
Dökkt súkkulaði ganache
 50 g saxað 70% súkkulaði, ég notaði frá Rapunzel
 55 g rjómi
Mjólkursúkkulaði ganache
 50 g saxað mjólkursúkkulaði, ég notaði frá Rapunzel
 25 g rjómi
Rjómakrem
 200 ml rjómi
 2 msk flórsykur
 1 tsk vanilludropar
Kexbotn
1

Takið fram 20cm lausbotna smelluform. Setjið bökunarpappír í botn og á hliðar.
Hitið ofninn í 175°C.
Setjið kexið í matvinnsluvél eða myljið smátt. Bræðið smjörið og blandið við kexi, sykur og kanil. Þjappið blöndunni í formið og upp á hálfar hliðarnar á forminu.
Bakið kexbotninn í 7 mín. Takið hann þá út og kælið alveg.

Ostablanda
2

Festið káið á hrærivélina. Setjið helminginn af rjómaostinum í skálina, helminginn af sykrinum og maízena mjölið. Hrærið á hægum hraða í ca. 3 mínútur. Bætið þá restinni af rjómaostinum saman við og leyfið vélinni að þeyta á góðum hraða.
Setjið restina af sykrinum saman við ásamt vanillunni og hrærið áfram.
Bætið einu eggi við og hrærið. Skafið niður hliðarnar á skálinni með sleikju og hrærið áfram. Bætið hinu egginu við og hrærið þar til blandan er slétt og samfelld.
Setjið rjómann saman við og hrærið á rólegum hraða rétt svo þannig að hann blandist alveg saman við. Varist að ofþeyta ostablönduna.

Súkkulaði ganache
3

Útbúið súkkulaði ganache með því að saxa súkkulaðið og setja í sitthvora skálina.
Hitið 75g af rjóma að suðu og setjið rétt magn af rjóma í skálarnar.
Setjið disk yfir skálarnar og leyfið þeim að standa í 5 mín.
Hrærið þá í ganache blöndunni þar til hún er orðin samfelld.

Súkkulaði ostablanda
4

Skiptið ostablöndunni í tvennt og hrærið dökka súkkulaðinu saman við annan helminginn og mjólkursúkkulaðinu við hinn.

Samsetning
5

Takið formið með bakaða kexbotninum og hellið ostablöndunum til skiptis í formið. Byrjið á dökka, svo ljósa þar til þið hafið klárað úr skálunum.
Stingið borðhníf ofan í deigið og notið hann til að búa til marmara áferð.
Setjið tvö lög af plastfilmu utan um formið og því næst tvö lög af álpappír. Setjið formið í eldfast mót og hellið sjóðandi vatni í formið þannig að yfirborðið nái hálfa leið upp að brún formsins.

Bakstur
6

Bakið ostakökuna við 160°C í 1 klst og 45 mínútur eða þar til hún er orðin stíf við kantana en ennþá aðeins „jiggly“ í miðjunni.
Takið kökuna út og kælið á borði í 2 klst. Setjið svo í kæli í a.m.k. 6 klst.

Rjómakrem
7

Þegar bera á kökuna fram losið hringinn frá botninum og færið hana á kökudisk. Þeytið rjómann, flórsykurinn og vanilludropana saman og sprautið ofan á kökuna.
Hitið beittan hníf undir heitri vatnsbunu og þurrkið vel af honum, skerið einu sinni niður og endurtakið svo skurðurinn verði hreinn. Berið fram með ferskum berjum og súkkulaðisósu.