Print Options:
Bökuð hörpuskel með tómötum, steinselju og stökku brauði

Magn1 skammtur

Sumarleg og fersk hörpuskel.

 3 stk stór hörpuskel (Sælkerafiskur)
 4 stk konfekttómatar
 2 sneiðar franskbrauð
 2 msk íslenskt smjör
 Salt
 3 stilkar fersk steinselja
 3 msk sítrónuolía
1

Hitið ofninn í 170° C.

2

Hreinsið litla vöðvann frá hörpuskelinni.

3

Setjið höpuskelina í eldfast mót ásamt tómötum og sítrónuolíu, kryddið með salti.

4

Bakið í ofninum í 7 mínútur. Ef tómatarnir eru lítið þroskaðir gætu þeir þurft nokkrar mínútur í viðbót.

5

Rífið brauðsneiðarnar niður í grófa bita og steikið þær í freyðandi smjöri þar til brauðið tekur á sig gullinbrúnan lit.

6

Kryddið með salti.

7

Skerið steinseljuna gróft niður.

8

Raðið öllu saman fallega upp á disk eða fat.