Þessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið smjör og blandið saman við haframjölið.
Þeytið í hrærivél egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið smjörinu og haframjölinu saman við ásamt hveiti, vanilludropum og lyftidufti.
Útbúið kúlur með ½-1 tsk af deiginu og dreifið á plötu þakta bökunarpappír. Passið að hafa gott bol á milli þar sem deigið dreifir úr sér.
Bakið í 6-8 mínútur við 180°C eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar og stökkar.
Blandið öllum hráefnunum fyrir kremið saman í hrærivél og hrærið vel saman.
Dreifið kreminu með sprautupoka á helminginn af kökunum og lokið kökunum með hinum helmingnum.
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökurnar eftir smekk. Mæli með að geyma kökurnar í frysti og njótið vel.
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið smjör og blandið saman við haframjölið.
Þeytið í hrærivél egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið smjörinu og haframjölinu saman við ásamt hveiti, vanilludropum og lyftidufti.
Útbúið kúlur með ½-1 tsk af deiginu og dreifið á plötu þakta bökunarpappír. Passið að hafa gott bol á milli þar sem deigið dreifir úr sér.
Bakið í 6-8 mínútur við 180°C eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar og stökkar.
Blandið öllum hráefnunum fyrir kremið saman í hrærivél og hrærið vel saman.
Dreifið kreminu með sprautupoka á helminginn af kökunum og lokið kökunum með hinum helmingnum.
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökurnar eftir smekk. Mæli með að geyma kökurnar í frysti og njótið vel.