Það er eitthvað við stökkt brauð, bráðinn ost, safaríkan kjúkling og stökkt beikon sem er ómótstæðilegt! Þessi BLT samloka er næsta skref upp frá klassíkinni – með tvöföldum osti, Heinz BBQ sósu og Heinz majónesi sem lyftir þessu á annað level.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið pönnu á meðalháum hita og steikið brauðsneiðarnar upp úr ólífuolíu. Steikið í 2-3 mínútur á annarri hliðinni þar til þær verða gylltar og stökkar.
Snúið brauðsneiðunum við og leggið strax 2-3 sneiðar af Havarti osti og ½ dl rifinn Cheddar ost á hverja samloku. Steikið þar til brauðið er orðið stökkt og osturinn byrjar að bráðna.
Dreifið Heinz majónesi og Heinz BBQ sósu á annan helming brauðsneiðanna.
Leggið romain salat yfir sósuna, bætið stórum tómatsneiðum ofan á og setjið síðan sneiddar kjúklingabringur yfir.
Raðið stökku beikoni yfir kjúklinginn og leggið hina brauðsneiðina yfir til að loka samlokunni.
Berið fram strax, eða skerið samlokuna í helminga. Berið fram með sósunum og njótið vel
[cooked-additional-notes]
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið pönnu á meðalháum hita og steikið brauðsneiðarnar upp úr ólífuolíu. Steikið í 2-3 mínútur á annarri hliðinni þar til þær verða gylltar og stökkar.
Snúið brauðsneiðunum við og leggið strax 2-3 sneiðar af Havarti osti og ½ dl rifinn Cheddar ost á hverja samloku. Steikið þar til brauðið er orðið stökkt og osturinn byrjar að bráðna.
Dreifið Heinz majónesi og Heinz BBQ sósu á annan helming brauðsneiðanna.
Leggið romain salat yfir sósuna, bætið stórum tómatsneiðum ofan á og setjið síðan sneiddar kjúklingabringur yfir.
Raðið stökku beikoni yfir kjúklinginn og leggið hina brauðsneiðina yfir til að loka samlokunni.
Berið fram strax, eða skerið samlokuna í helminga. Berið fram með sósunum og njótið vel