fbpx

Blómkáls taco með bbq sósu & hrásalati

Fljótleg, einföld og ljúffeng uppskrift að grænmetis taco. Taco með ofnbökuðu blómkáli í bbq sósu, spæsí hrásalati og avókadó. Skotheld og djúsí blanda!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Street tacos tortillur frá Mission (Mæli með þremur taco á mann)
 Ólífuolía
 400-500 g blómkál
 1½ dl Heinz Sweet Barbeque sósa
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk saltflögur
 ¼ tsk pipar
Hrásalat
 300-400 g hvítkál
 6 msk Heinz majónes
 2-3 msk jalapeno
Avókadóstappa
 2-3 avókadó
 ½ lime
 Salt & pipar
Meðlæti
 Ferskur kóríander eftir smekk, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera blómkálið smátt. Skolið það og þurrkið vel.

2

Blandið bbq sósunni vel saman við og kryddið.

3

Dreifið í eldfast mót og bakið í kringum 15 mínútur við 190°C.

4

Blandið saman majónesi og jalapeno með töfrasprota. Einnig gott að smátt saxa jalapeno og blanda því saman við majónesið með skeið.

5

Skerið hvítkálið smátt og hrærið saman við jalapeno majó.

6

Stappið avókadó og blandið saman við safa úr lime, salt og pipar.

7

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða gylltar og smá stökkar.

8

Dreifið hrásalatinu á tortillurnar, því næst blómkálinu og að lokum avókadóinu. Stráið kóríander yfir.

9

Njótið!


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 Street tacos tortillur frá Mission (Mæli með þremur taco á mann)
 Ólífuolía
 400-500 g blómkál
 1½ dl Heinz Sweet Barbeque sósa
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk saltflögur
 ¼ tsk pipar
Hrásalat
 300-400 g hvítkál
 6 msk Heinz majónes
 2-3 msk jalapeno
Avókadóstappa
 2-3 avókadó
 ½ lime
 Salt & pipar
Meðlæti
 Ferskur kóríander eftir smekk, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera blómkálið smátt. Skolið það og þurrkið vel.

2

Blandið bbq sósunni vel saman við og kryddið.

3

Dreifið í eldfast mót og bakið í kringum 15 mínútur við 190°C.

4

Blandið saman majónesi og jalapeno með töfrasprota. Einnig gott að smátt saxa jalapeno og blanda því saman við majónesið með skeið.

5

Skerið hvítkálið smátt og hrærið saman við jalapeno majó.

6

Stappið avókadó og blandið saman við safa úr lime, salt og pipar.

7

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða gylltar og smá stökkar.

8

Dreifið hrásalatinu á tortillurnar, því næst blómkálinu og að lokum avókadóinu. Stráið kóríander yfir.

9

Njótið!

Blómkáls taco með bbq sósu & hrásalati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Vegan ostasalatOstasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll…
MYNDBAND
Spæsí chipotle salatÓtrúlega ferskt og gott salat með spæsí tófú, maísbaunum og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba! Við getum sagt að þetta…