fbpx

Blómkáls taco með bbq sósu & hrásalati

Fljótleg, einföld og ljúffeng uppskrift að grænmetis taco. Taco með ofnbökuðu blómkáli í bbq sósu, spæsí hrásalati og avókadó. Skotheld og djúsí blanda!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Street tacos tortillur frá Mission (Mæli með þremur taco á mann)
 Ólífuolía
 400-500 g blómkál
 1½ dl Heinz Sweet Barbeque sósa
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk saltflögur
 ¼ tsk pipar
Hrásalat
 300-400 g hvítkál
 6 msk Heinz majónes
 2-3 msk jalapeno
Avókadóstappa
 2-3 avókadó
 ½ lime
 Salt & pipar
Meðlæti
 Ferskur kóríander eftir smekk, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera blómkálið smátt. Skolið það og þurrkið vel.

2

Blandið bbq sósunni vel saman við og kryddið.

3

Dreifið í eldfast mót og bakið í kringum 15 mínútur við 190°C.

4

Blandið saman majónesi og jalapeno með töfrasprota. Einnig gott að smátt saxa jalapeno og blanda því saman við majónesið með skeið.

5

Skerið hvítkálið smátt og hrærið saman við jalapeno majó.

6

Stappið avókadó og blandið saman við safa úr lime, salt og pipar.

7

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða gylltar og smá stökkar.

8

Dreifið hrásalatinu á tortillurnar, því næst blómkálinu og að lokum avókadóinu. Stráið kóríander yfir.

9

Njótið!


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 Street tacos tortillur frá Mission (Mæli með þremur taco á mann)
 Ólífuolía
 400-500 g blómkál
 1½ dl Heinz Sweet Barbeque sósa
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk saltflögur
 ¼ tsk pipar
Hrásalat
 300-400 g hvítkál
 6 msk Heinz majónes
 2-3 msk jalapeno
Avókadóstappa
 2-3 avókadó
 ½ lime
 Salt & pipar
Meðlæti
 Ferskur kóríander eftir smekk, smátt skorinn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera blómkálið smátt. Skolið það og þurrkið vel.

2

Blandið bbq sósunni vel saman við og kryddið.

3

Dreifið í eldfast mót og bakið í kringum 15 mínútur við 190°C.

4

Blandið saman majónesi og jalapeno með töfrasprota. Einnig gott að smátt saxa jalapeno og blanda því saman við majónesið með skeið.

5

Skerið hvítkálið smátt og hrærið saman við jalapeno majó.

6

Stappið avókadó og blandið saman við safa úr lime, salt og pipar.

7

Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða gylltar og smá stökkar.

8

Dreifið hrásalatinu á tortillurnar, því næst blómkálinu og að lokum avókadóinu. Stráið kóríander yfir.

9

Njótið!

Blómkáls taco með bbq sósu & hrásalati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…