Þennan rétt hef ég eldað í mörgum veislum og er alltaf beðin um uppskriftina. Hér er hún loksins komin – einn besti forréttur/smáréttur allra tíma.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Blinis: Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál. Hrærið mjólk og eggjum saman við.
Setjið smjör á pönnu og setjið deigið á pönnuna með teskeið. Steikið litlu pönnukökurnar þar til litlar loftbólur eru farnar að myndast og snúið þeim þá við og steikið í örstutta stund.
Parmaskinka: Raðið parmaskinkunni á bökunarplötu og setjið inn í 200°c heitan ofn. Hafið inní ofni þar til parmaskinkan er orðin stökk. Brjótið í minni bita.
Chilí-rjómaostur: Setjið chilímauk og hunang saman við rjómaostinn og hrærið vel. Smakkið til og bætið við chilímauki eða hunangi eftir smekk. Mér þykir gott að hafa ostinn bragðmikinn.
Setjið rjómaost á pönnukökurnar, þá klettakál og að lokum stökka parmaskinku.
Berið fram með góðum drykk og njótið.
Hráefni
Leiðbeiningar
Blinis: Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál. Hrærið mjólk og eggjum saman við.
Setjið smjör á pönnu og setjið deigið á pönnuna með teskeið. Steikið litlu pönnukökurnar þar til litlar loftbólur eru farnar að myndast og snúið þeim þá við og steikið í örstutta stund.
Parmaskinka: Raðið parmaskinkunni á bökunarplötu og setjið inn í 200°c heitan ofn. Hafið inní ofni þar til parmaskinkan er orðin stökk. Brjótið í minni bita.
Chilí-rjómaostur: Setjið chilímauk og hunang saman við rjómaostinn og hrærið vel. Smakkið til og bætið við chilímauki eða hunangi eftir smekk. Mér þykir gott að hafa ostinn bragðmikinn.
Setjið rjómaost á pönnukökurnar, þá klettakál og að lokum stökka parmaskinku.
Berið fram með góðum drykk og njótið.