fbpx

Bleikur engifer chaga latte

Bleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að söluágóði fari til góðra málefna þá megum við líka setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið. Mig langar að hvetja almenning til að nota restina af þessum mánuði til að skoða sínar lífstílsvenjur, nýta þennan mánuð til forvarnar og skoða matarvenjur sínar, skoða snyrtivörurnar sínar hvort þær innihaldi óæskileg efni, spyrja þig hvort þú sért í streitu sem þarf að draga úr og setja inn nýja heilsubætandi venju. Hér fyrir neðan finnið þið uppskrift að bleikum engifer chaga latte en rannsóknir hafa sýnt fram á að chaga hafi krabbameinshamlandi eiginleika, það er einstaklega ríkt af andoxunarefnum, dregur úr bólgum og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Engifer hefur svo jákvæð áhrif á ónæmiskerfið okkar og hér nota ég rauðrófusafa til að fá fram skemmtilega bleikan lit í tilefni bleiks októbers en ég hvet fólk til að velja næringarríkan og blóðeflandi rauðrófusafa sem litgjafa frekar en krabbameinsvaldandi rauð litarefni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Í pott
 1 dl vatn eða möndlumjólk (hituð í potti)
 1 tsk chaga
Í blender
 2 dl ósæt möndlumjólk
 ½ dl rauðrófusafi frá Beutelsbacher
 Vænn bútur (1 þumall) af engifer
 ½ tsk vanilludropar eða 1/4 tsk vanilluduft
 1 tsk manukahungang (eflir áhrifin af chaganu) eða hlynsíróp
 nokkur saltkorn
Auka
 Klakar
 Ceylon kanill (valfrjálst)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita vatn eða mjólk í potti þar til byrjar að sjóða, slökkvið á hellunni og bætið chaganu útí og hrærið vel.

2

Setjið nú allt sem á að fara í blenderinn og blandið vel.

3

Setjið klaka í glas og hellið chagate-inu og bleiku engifer mjólkinni í glasið, toppið með kanil, hrærið og njótið.

Drykkinn er einnig hægt að drekka heitann en þá myndi ég sleppa því að setja rauðrófusafann í blenderinn, hita það sem fór í blenderinn í pottinum og bæta svo rauðrófusafanum útí síðast.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Í pott
 1 dl vatn eða möndlumjólk (hituð í potti)
 1 tsk chaga
Í blender
 2 dl ósæt möndlumjólk
 ½ dl rauðrófusafi frá Beutelsbacher
 Vænn bútur (1 þumall) af engifer
 ½ tsk vanilludropar eða 1/4 tsk vanilluduft
 1 tsk manukahungang (eflir áhrifin af chaganu) eða hlynsíróp
 nokkur saltkorn
Auka
 Klakar
 Ceylon kanill (valfrjálst)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita vatn eða mjólk í potti þar til byrjar að sjóða, slökkvið á hellunni og bætið chaganu útí og hrærið vel.

2

Setjið nú allt sem á að fara í blenderinn og blandið vel.

3

Setjið klaka í glas og hellið chagate-inu og bleiku engifer mjólkinni í glasið, toppið með kanil, hrærið og njótið.

Drykkinn er einnig hægt að drekka heitann en þá myndi ég sleppa því að setja rauðrófusafann í blenderinn, hita það sem fór í blenderinn í pottinum og bæta svo rauðrófusafanum útí síðast.

Verði ykkur að góðu.

Bleikur engifer chaga latte

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Red velvet smoothieÞeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum.…