Print Options:








Bláberja eftirréttur

Magn1 skammtur

Hérna erum við með frábæran eftirrétt sem hentar vel eftir góða máltíð. Tekur enga stund að skella í hann – myndi segja að það taki u.þ.b. fimm mínútur frá því að hafist er handa og hann kominn inn í ofn. Svo er hægt að græja hann fyrr um daginn og geyma inn í ísskáp og skella í inn ofn þegar fólk klárar að borða og bera fram strax.

 280 g bláber
 4 tsk kókos og möndlusmjör frá Rapunzel
 2 tsk sítrónusafi
 2 msk kókosolía
 50 g grófir hafrar
 2 msk hveiti
 2 msk hlynsíróp
 1 tsk vanilludropar
 smá salt
1

Stillið ofn á 175°c. Skolið bláberin og deilið þeim í fjórar litlar eldfastar skálar eða eina stærri.

2

Blandið sítrónusafa og kókos möndlusmjörinu saman við bláberin og veltið lítilega saman.

3

Byrjið á því að bræða kókosolíuna. Takið þa skál og setjið öll hráefnin ofan í og blandið saman.

4

Setjið rúma matskeið yfir hvern skammt og dreifið yfir bláberin.

5

Setjið skálarnar inn í ofn og bakið í 25 mín.

6

Berið fram beint úr ofninum með vanilluís, algjört lostæti.

Nutrition Facts

Serving Size 4