Print Options:








Big Mac Hamborgari

Magn1 skammtur

Já krakkar mínir, núna getið þið útbúið ykkar eigin „Big Mac“ heima í eldhúsinu! Það skiptir máli að fletja hakkið vel út með fingrunum og hafa það þunnt og jafn stórt ef ekki stærra en brauðið því það skreppur saman við steikingu.

 700 g nautahakk
 4 stk hamborgarabrauð + 4 botnar af hamborgarabrauði
 8 stk ostsneiðar
 súrar gúrkur
 Iceberg saxað
 1 stk laukur saxaður
 Big Mac Sósan
 salt, pipar og hamborgarakrydd
Big Mac sósan
 200 g Majónes - Heinz
 2 msk Kraft þúsund eyja sósa
 2 msk Relish úr flösku
 1 tsk sykur
1

Byrjið á því að útbúa „Big Mac“ sósuna (sjá uppskrift að neðan) og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.

2

Skiptið hakkinu niður í 8 hluta (tæplega 90 g hver hluti) og mótið hamborgarabuff, reynið að hafa þau frekar þunn.

3

Smyrjið um 1 tsk. af mjúku smjöri á skorna hlutann á hverju hamborgarabrauði.

4

Setjið ólífuolíu á pönnu og byrjið á því að hita brauðin. Setjið smjörhliðina niður þar til þau fara að brúnast og snúið síðan við stutta stund, leggið þau á disk þar til kemur að samsetningu.

5

Steikið næst buffin upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.

6

Raðið hamborgaranum síðan saman; Brauð, sósa, kál, buff, ostur, laukur, brauð, sósa, kál, súrar gúrkur, buff, ostur, smá meiri sósa og svo síðasta brauðið (lokið)

Big Mac sósan
7

Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun.