fbpx

Big Mac Hamborgari

Já krakkar mínir, núna getið þið útbúið ykkar eigin „Big Mac“ heima í eldhúsinu! Það skiptir máli að fletja hakkið vel út með fingrunum og hafa það þunnt og jafn stórt ef ekki stærra en brauðið því það skreppur saman við steikingu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g nautahakk
 4 stk hamborgarabrauð + 4 botnar af hamborgarabrauði
 8 stk ostsneiðar
 súrar gúrkur
 Iceberg saxað
 1 stk laukur saxaður
 Big Mac Sósan
 salt, pipar og hamborgarakrydd
Big Mac sósan
 200 g Majónes - Heinz
 2 msk Kraft þúsund eyja sósa
 2 msk Relish úr flösku
 1 tsk sykur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa „Big Mac“ sósuna (sjá uppskrift að neðan) og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.

2

Skiptið hakkinu niður í 8 hluta (tæplega 90 g hver hluti) og mótið hamborgarabuff, reynið að hafa þau frekar þunn.

3

Smyrjið um 1 tsk. af mjúku smjöri á skorna hlutann á hverju hamborgarabrauði.

4

Setjið ólífuolíu á pönnu og byrjið á því að hita brauðin. Setjið smjörhliðina niður þar til þau fara að brúnast og snúið síðan við stutta stund, leggið þau á disk þar til kemur að samsetningu.

5

Steikið næst buffin upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.

6

Raðið hamborgaranum síðan saman; Brauð, sósa, kál, buff, ostur, laukur, brauð, sósa, kál, súrar gúrkur, buff, ostur, smá meiri sósa og svo síðasta brauðið (lokið)

Big Mac sósan
7

Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun.


MatreiðslaMatargerð

DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g nautahakk
 4 stk hamborgarabrauð + 4 botnar af hamborgarabrauði
 8 stk ostsneiðar
 súrar gúrkur
 Iceberg saxað
 1 stk laukur saxaður
 Big Mac Sósan
 salt, pipar og hamborgarakrydd
Big Mac sósan
 200 g Majónes - Heinz
 2 msk Kraft þúsund eyja sósa
 2 msk Relish úr flösku
 1 tsk sykur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa „Big Mac“ sósuna (sjá uppskrift að neðan) og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.

2

Skiptið hakkinu niður í 8 hluta (tæplega 90 g hver hluti) og mótið hamborgarabuff, reynið að hafa þau frekar þunn.

3

Smyrjið um 1 tsk. af mjúku smjöri á skorna hlutann á hverju hamborgarabrauði.

4

Setjið ólífuolíu á pönnu og byrjið á því að hita brauðin. Setjið smjörhliðina niður þar til þau fara að brúnast og snúið síðan við stutta stund, leggið þau á disk þar til kemur að samsetningu.

5

Steikið næst buffin upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.

6

Raðið hamborgaranum síðan saman; Brauð, sósa, kál, buff, ostur, laukur, brauð, sósa, kál, súrar gúrkur, buff, ostur, smá meiri sósa og svo síðasta brauðið (lokið)

Big Mac sósan
7

Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun.

Big Mac Hamborgari

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Caj P hamborgariÞað er alveg geggjað að pensla hamborgara með Caj P grillolíu! Gefur extra gott bragð og gerir hamborgarann enn meira…