fbpx

Besti hummusinn sem passar með öllu

Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 bollar soðnar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 3 msk tahini frá Rapunzel
 3 msk sítrónusafi ferskur
 2 msk ólífuolía með sítrónu frá Rapunzel
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1 tsk cumin krydd
 1/2 tsk cayenne pipar
 Örlítið vatn til að þynna ef þarf

Leiðbeiningar

1

Ef þið notið þurrkaðar baunir eins og ég gerði í þessu tilfelli leggið þá þurrkaðar baunir í bleyti í kalt vatn í 8 - 10 tíma. Setjið þá baunirnar í pott og látið kalt vatn fljóta vel yfir baunirnar. Saltið og sjóðið í 60 mín. Kælið.

2

Ef þið viljið einfalda ykkur lífið getið þið einnig notað niðursoðnar kjúklingabaunir. Rapunzel baunirnar eru sérstaklega góðar.

3

Setjið baunir og öll önnur innihaldsefnin í matvinnsluvél og vinnið vel þar til silkimjúkt. Mér þykir gott að bæta smá vatni saman við til að þynna hummusinn aðeins.

4

Berið fram í skál og skreytið með steinselju, kjúklingabaunum og ólífuolíu. Berið fram með pítuflögum, smyrjið í tortillur, setjið ofan á hrökkbrauð eða dýfið grænmeti í... hvað sem ykkur dettur í hug.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 bollar soðnar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 3 msk tahini frá Rapunzel
 3 msk sítrónusafi ferskur
 2 msk ólífuolía með sítrónu frá Rapunzel
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1 tsk cumin krydd
 1/2 tsk cayenne pipar
 Örlítið vatn til að þynna ef þarf

Leiðbeiningar

1

Ef þið notið þurrkaðar baunir eins og ég gerði í þessu tilfelli leggið þá þurrkaðar baunir í bleyti í kalt vatn í 8 - 10 tíma. Setjið þá baunirnar í pott og látið kalt vatn fljóta vel yfir baunirnar. Saltið og sjóðið í 60 mín. Kælið.

2

Ef þið viljið einfalda ykkur lífið getið þið einnig notað niðursoðnar kjúklingabaunir. Rapunzel baunirnar eru sérstaklega góðar.

3

Setjið baunir og öll önnur innihaldsefnin í matvinnsluvél og vinnið vel þar til silkimjúkt. Mér þykir gott að bæta smá vatni saman við til að þynna hummusinn aðeins.

4

Berið fram í skál og skreytið með steinselju, kjúklingabaunum og ólífuolíu. Berið fram með pítuflögum, smyrjið í tortillur, setjið ofan á hrökkbrauð eða dýfið grænmeti í... hvað sem ykkur dettur í hug.

Besti hummusinn sem passar með öllu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…