Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Ef þið notið þurrkaðar baunir eins og ég gerði í þessu tilfelli leggið þá þurrkaðar baunir í bleyti í kalt vatn í 8 - 10 tíma. Setjið þá baunirnar í pott og látið kalt vatn fljóta vel yfir baunirnar. Saltið og sjóðið í 60 mín. Kælið.
Ef þið viljið einfalda ykkur lífið getið þið einnig notað niðursoðnar kjúklingabaunir. Rapunzel baunirnar eru sérstaklega góðar.
Setjið baunir og öll önnur innihaldsefnin í matvinnsluvél og vinnið vel þar til silkimjúkt. Mér þykir gott að bæta smá vatni saman við til að þynna hummusinn aðeins.
Berið fram í skál og skreytið með steinselju, kjúklingabaunum og ólífuolíu. Berið fram með pítuflögum, smyrjið í tortillur, setjið ofan á hrökkbrauð eða dýfið grænmeti í... hvað sem ykkur dettur í hug.
Hráefni
Leiðbeiningar
Ef þið notið þurrkaðar baunir eins og ég gerði í þessu tilfelli leggið þá þurrkaðar baunir í bleyti í kalt vatn í 8 - 10 tíma. Setjið þá baunirnar í pott og látið kalt vatn fljóta vel yfir baunirnar. Saltið og sjóðið í 60 mín. Kælið.
Ef þið viljið einfalda ykkur lífið getið þið einnig notað niðursoðnar kjúklingabaunir. Rapunzel baunirnar eru sérstaklega góðar.
Setjið baunir og öll önnur innihaldsefnin í matvinnsluvél og vinnið vel þar til silkimjúkt. Mér þykir gott að bæta smá vatni saman við til að þynna hummusinn aðeins.
Berið fram í skál og skreytið með steinselju, kjúklingabaunum og ólífuolíu. Berið fram með pítuflögum, smyrjið í tortillur, setjið ofan á hrökkbrauð eða dýfið grænmeti í... hvað sem ykkur dettur í hug.