Berjabomba

Dásamleg og falleg vanillu ostakaka með fullt af berjum.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Botn
 1 pk Lu Digestive hafrakex
 100 gr bráðið smjör
 2 msk sykur
 ½ tsk salt
Ostakaka
 270 gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 130 gr flórsykur
 130 gr vanilluskyr
 2 tsk vanilludropar
 Fræ úr einni vanillustöng
 ¼ tsk salt
 350 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 Driscoll‘s hindber, jarðaber, bláber og rifsber

Leiðbeiningar

1

Maukið kexið í matvinnsluvél/blandara.

2

Blandið sykri og salti saman við og hellið því næst smjörinu yfir og blandið vel.

3

Þrýstið í botninn á um 25cm hringlaga smelluformi (gott að hafa bökunarpappír undir ef þið ætlið að taka kökuna af álbotninum sjálfum).

4

Þrýstið um 2-3cm af kexblöndu upp á kantana.

5

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður léttur í sér.

6

Bætið flórsykri, skyri, vanilludropum, vanillufræjum og salti saman við og blandið vel.

7

Þeytið rjómann og vefjið honum varlega saman við blönduna.

8

Hellið yfir botninn, plastið og kælið yfir nótt (amk 8 klst).

9

Skreytið með berjum og berið fram.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

SharePostSave

Hráefni

Botn
 1 pk Lu Digestive hafrakex
 100 gr bráðið smjör
 2 msk sykur
 ½ tsk salt
Ostakaka
 270 gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 130 gr flórsykur
 130 gr vanilluskyr
 2 tsk vanilludropar
 Fræ úr einni vanillustöng
 ¼ tsk salt
 350 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 Driscoll‘s hindber, jarðaber, bláber og rifsber
Berjabomba

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Bananaís með vanilluEf það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram…
blank
MYNDBAND
Djúpsteikt OREOVinsælasti eftirréttur Fjallkonunnar frá opnun. Uppskriftin miðar við 8 OREO kökur í hvern skammt sem eftirréttur. Nú getur þú loksins…