fbpx

Berjabomba

Dásamleg og falleg vanillu ostakaka með fullt af berjum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 1 pk Lu Digestive hafrakex
 100 gr bráðið smjör
 2 msk sykur
 ½ tsk salt
Ostakaka
 270 gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 130 gr flórsykur
 130 gr vanilluskyr
 2 tsk vanilludropar
 Fræ úr einni vanillustöng
 ¼ tsk salt
 350 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 Driscoll‘s hindber, jarðaber, bláber og rifsber

Leiðbeiningar

1

Maukið kexið í matvinnsluvél/blandara.

2

Blandið sykri og salti saman við og hellið því næst smjörinu yfir og blandið vel.

3

Þrýstið í botninn á um 25cm hringlaga smelluformi (gott að hafa bökunarpappír undir ef þið ætlið að taka kökuna af álbotninum sjálfum).

4

Þrýstið um 2-3cm af kexblöndu upp á kantana.

5

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður léttur í sér.

6

Bætið flórsykri, skyri, vanilludropum, vanillufræjum og salti saman við og blandið vel.

7

Þeytið rjómann og vefjið honum varlega saman við blönduna.

8

Hellið yfir botninn, plastið og kælið yfir nótt (amk 8 klst).

9

Skreytið með berjum og berið fram.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 1 pk Lu Digestive hafrakex
 100 gr bráðið smjör
 2 msk sykur
 ½ tsk salt
Ostakaka
 270 gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 130 gr flórsykur
 130 gr vanilluskyr
 2 tsk vanilludropar
 Fræ úr einni vanillustöng
 ¼ tsk salt
 350 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 Driscoll‘s hindber, jarðaber, bláber og rifsber

Leiðbeiningar

1

Maukið kexið í matvinnsluvél/blandara.

2

Blandið sykri og salti saman við og hellið því næst smjörinu yfir og blandið vel.

3

Þrýstið í botninn á um 25cm hringlaga smelluformi (gott að hafa bökunarpappír undir ef þið ætlið að taka kökuna af álbotninum sjálfum).

4

Þrýstið um 2-3cm af kexblöndu upp á kantana.

5

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður léttur í sér.

6

Bætið flórsykri, skyri, vanilludropum, vanillufræjum og salti saman við og blandið vel.

7

Þeytið rjómann og vefjið honum varlega saman við blönduna.

8

Hellið yfir botninn, plastið og kælið yfir nótt (amk 8 klst).

9

Skreytið með berjum og berið fram.

Berjabomba

Aðrar spennandi uppskriftir