Beikonvafnar kjúklingalundir með rjómaosti

Þessar lundir eru undurgóðar og má nota bæði sem máltíð eða sem bita á smáréttahlaðborð. Það er auðvitað hægt að útbúa meðlæti eins og manni lystir en rjómaosturinn og beikonið gerir bitann að mínu mati fullkominn og snakkið var frábært með.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 Rose Poultry kjúklingalundir
 1 pakki beikon
 1 pakki Philadelphia rjómaostur með graslauk
 1 1 pakki Philadelphia rjómaostur með chilli
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Fletjið lundirnar út með kökukefli/öðru slíku.

3

Smyrjið rjómaosti yfir þær miðjar (um 1 msk á hverja).

4

Kryddið með salti og pipar og rúllið upp, vefjið síðan beikoni utan um hverja rúllu, stingið tannstöngli í gegn til að halda betur saman.

5

Raðið á ofnskúffu og bakið í um 25 mínútur.

6

Berið fram með uppáhalds Maarud snakkinu ykkar og Muga rósavíni.


SharePostSave

Hráefni

 1 Rose Poultry kjúklingalundir
 1 pakki beikon
 1 pakki Philadelphia rjómaostur með graslauk
 1 1 pakki Philadelphia rjómaostur með chilli
 salt og pipar
Beikonvafnar kjúklingalundir með rjómaosti

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
BBQ chilli kjúllaleggirÞessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má…