Æðislegur forréttur sem er ljúffengur undir tönn.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að forelda beikonið í örbylgjuofni. Setjið eldhúspappír á disk, helminginn af beikoninu yfir, annað lag af eldhúspappír yfir beikonið og seinni helminginn af beikoninu yfir. Endið á að setja eldhúspappír yfir beikonið og þrýstið á þannig að beikonið verði flatt. Hitið í örbylgjuofninum í 4 mínútur.
Látið hörpuskelina þiðna í ísskáp. Bræðið smjör og veltið hörpuskelinni upp úr því. Saltið og piprið. Vefjið beikonsneið utan um hörpuskeljarnar (1 beikonsneið á hverja hörpuskel) og stingið grillprjóni í gegn.
Hitið grillið á háum hita og lækkið það síðan í miðlungshita. Setjið spjótin á grillið með beikonhliðina niður og lokið grillinu. Látið grillast þar til beikonið er stökkt (tekur um 4 mínútur) og snúið þá spjótinu þannig að hin beikonhliðin snúi niður. Grillið áfram þar til sú hlið er líka orðin stökk. Grillið að lokum spjótin með hörpuskelina niður og grillið þar til hörpuskelin er stinn og ekki lengur gegnsæ (tekur um 4 mínútur). Grillið hörpuskelina bara á annari hliðinni.
Skerið sítrónur í tvennt og grillið þar til þær hafa fengið fallega grilláferð.
Berið hörpuskelina fram með grilluðum sítrónuhelmingum sem eru kreistir yfir hörpuskelina áður en hún er borðuð.
Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að forelda beikonið í örbylgjuofni. Setjið eldhúspappír á disk, helminginn af beikoninu yfir, annað lag af eldhúspappír yfir beikonið og seinni helminginn af beikoninu yfir. Endið á að setja eldhúspappír yfir beikonið og þrýstið á þannig að beikonið verði flatt. Hitið í örbylgjuofninum í 4 mínútur.
Látið hörpuskelina þiðna í ísskáp. Bræðið smjör og veltið hörpuskelinni upp úr því. Saltið og piprið. Vefjið beikonsneið utan um hörpuskeljarnar (1 beikonsneið á hverja hörpuskel) og stingið grillprjóni í gegn.
Hitið grillið á háum hita og lækkið það síðan í miðlungshita. Setjið spjótin á grillið með beikonhliðina niður og lokið grillinu. Látið grillast þar til beikonið er stökkt (tekur um 4 mínútur) og snúið þá spjótinu þannig að hin beikonhliðin snúi niður. Grillið áfram þar til sú hlið er líka orðin stökk. Grillið að lokum spjótin með hörpuskelina niður og grillið þar til hörpuskelin er stinn og ekki lengur gegnsæ (tekur um 4 mínútur). Grillið hörpuskelina bara á annari hliðinni.
Skerið sítrónur í tvennt og grillið þar til þær hafa fengið fallega grilláferð.
Berið hörpuskelina fram með grilluðum sítrónuhelmingum sem eru kreistir yfir hörpuskelina áður en hún er borðuð.