Print Options:








Beikonvafðar tígrisrækjur

Magn25 skammtar

Þessar rækjur eru dásamlegar, bæði djúsí og smá „spæsí“ um leið og hvítlaukssósan mildar þetta og fullkomnar síðan allt.

 2 öskjur tígrisrækja frá Sælkerafiski (um 700 g)
 15 stk stórar beikonsneiðar
 70 g smjör
 40 g púðursykur
 0,50 msk chipotle eða cajun krydd
 Heinz hvítlaukssósa eða önnur tilbúin hvítlaukssósatil að bera fram með
1

Hitið ofninn í 200°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

2

Bræðið smjör og sykur saman í potti við vægan hita þar til sykurinn leysist upp og hrærið kryddinu þá saman við.

3

Affrystið, skolið og þerrið rækjurnar.

4

Skerið beikonsneiðar í tvo hluta og vefjið hverri rækju þétt inn í beikon.

5

Raðið á bökunarplötuna og penslið með rúmlega helmingnum af smjörblöndunni.

6

Setjið í ofninn í 15 mínútur, takið út og penslið aftur með smjörblöndu. Stillið á grill (200°C) og setjið aftur inn í ofninn í um 5 mínútur til viðbótar.

7

Berið fram með hvítlaukssósu.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 25